Minn staður!
Þjóðarbókhlaðan er hress staður. Þar er ég yfirleitt fyrir próf og líður bara mjög vel (svo er líka hægt að dánlóda á fullu þar, swwwweeeeet). Það er samt ýmislegt einkennilegt við staðinn. Til dæmis er verðlagið hér mjög fyndið. Það er eins og þetta sé smáþorp með einokunarverslun. Bara það að ganga út á bensínstöð sparar manni 30-70% af kaupverðinu (auk heilbrigðrar hreyfingar). Þetta nýti ég mér alltof sjaldan. Annað sem er einkennilegt er hve miklu fé er spreðað t.d. í ruslafötur og starfsmannalyftu en svo eru heftararnir og gatararnir í ljósritunarherberginu ónýtir eða illa fúnkerandi. Þessar græjur kosta nú bara 500-2000 krónur, ætti ekki að blæða mikið að splæsa í einn góðan. Bara pæling.
0 Responses to “”
Leave a Reply