SMSMér finnst SMS afskaplega þægileg og gott að grípa til þeirra við ýmis tækifæri, sem ekki eru virði heils símtals. Þau eru líka einkar þægileg þegar ekki er hægt að tala í símann, til dæmis á klósettinu eða á Þjóðarbókhlöðunni (eða jafnvel klósettinu á Þjóðarbókhlöðunni!). Mér finnst líka mjög skemmtilegt að fá smáskilaboð og þessvegna hef ég lengi haft hlekk hér hægra megin á síðunni þar sem fólk getur ýtt á hnapp til að senda ókeypis skilaboð til mín (tææææknin í dag, sko). Þetta hafa þó nokkuð margir nýtt sér og mörg skemmtileg skilaboð borist í litla/stóra símann minn. Mörg þeirra voru líka krúttleg og send undir nafni. Fyndnustu skilaboðin eru hins vegar þau sem ekki eru send undir nafni og hef ég fengið nokkur svoleiðis. Sem dæmi má nefna þessi tvö:
"yo, omario, you got some hot stuff between yo thighs baby. Damn you fine, booooooy!"
og
"á ekkert að skella sér í fallturn á næstunni? Hvad er tetta mar, tad er alveg ok, notar bara smokk!"
Svona ráðleggingar fæ ég nokkuð reglulega. Besta ráðleggingin kom líka í nafnlausu SMSi um daginn. Hún var svohljóðandi:
"Bloggaðu nú eina færslu um þína heittelskuðu. Kellingarnar fílaða"
Margir myndu eflaust ráðleggja manni að taka þennan hlekk út en ég hef bara gaman af þessu. Þannig ef að ykkur langar að senda mér smáskilaboð og tímið ekki 9 krónunum í mig, þá er þetta frábær kostur (nískupúkarnir ykkar....nei, djók!).
0 Responses to “”
Leave a Reply