„Auðvelt að skera...meira að segja fyrir karlmenn“
Já, nýju auglýsingarnar frá SS (ekki stormsveitum Hitlers heldur Sláturfélagi Suðurlands) eru að slá í gegn. Þar er auglýst nýtt lambalæri sem er með minna beini (og þ.a.l. meira kjöti) þannig að það er auðveldara að skera það. Tvennt gott við það!
Burtséð frá því hversu snilldarleg uppfinning þetta er og að næsta uppfinning hljóti að vera sjálfskerandi lömb sem eru tilbúin á diskinn eftir eldun og ekkert þarf að gera, þá er eitt í auglýsingunni sem er alveg fáránlegt. Ég er nú ekki mikill „masculisti“ en í enda auglýsingarinnar segir konan sem er að kynna þetta: „Auðvelt að skera, meira að segja fyrir karlmenn“ og maðurinn hennar sést í bakgrunni.
Ég fór að velta því fyrir mér hvað þetta væri asnaleg auglýsing, sérstaklega með það fyrir augum að feministar gerðu athugasemd við slagorðið á Yorkie súkkulaðinu en það er „ekki fyrir stelpur“. Ef að auglýsingin umrædda hefði ekki verið um kjöt heldur um nýja uppþvottavél eða matvinnsluvél frá Moulinex og kynnirinn hefði verið karl sem hefði sagt að þessi nýja vél væri auðveld í notkun, meira að segja fyrir konur og konan hans hefði síðan gengið framhjá í bakgrunni þá hefðum við fengið alla heimsins feminista á móti fyrirtækinu og auglýsingin yrði örugglega á endanum fjarlægð af markaðnum.
Mér finnst jafnréttisstefnan ekki sniðug þegar hún virkar ekki í báðar áttir.
Jafnrétti á ekki að vera einstefna!
0 Responses to “”
Leave a Reply