E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



„Mikið rétt. Apar maður, þeir eru svo skemmtilegir.“
Una Sighvatsdóttir

Þetta komment minnti mig á góða sögu sem ég hef aldrei bloggað um en oft sagt fólki hana. Þegar ég fór til Kanaríeyja 1997 (að mig minnir) þá fórum við á óóógeðslega heitum degi í dýragarð þar sem krókódílarnir gátu varla hreyft sig fyrir hita! Dýragarðurinn hét Crocodile Park en þar leyndust mörg fleiri dýr. Þar sá ég t.d. sebrahest og strút í fyrsta skipti. En gamanið byrjaði fyrst þegar við komum að górillunum. Þrátt fyrir stórt, stórt skilti þar sem á stóð „Do not feed the animals“ þá tók systir mín (enda bara 2 ára) ástfóstri við risastóra, svarta, karlkyns górillu sem kom upp að rimlunum í búrinu og starði á okkur. Það fyrsta sem systir mín gerði var að taka sleikjóin sinn út úr sér og rétta górillunni hann. Það var mjög merkilegt að sjá pínulitla stelpuhendi rétta sleikjó til górilluhandar. Górillan þáði þó jarðarberjasleikjóinn með þökkum, kláraði hann og rétti síðan systur minni spýtuna til baka (gott að hugsa um umhverfið sko, ekki henda á götuna, götur eru ekki ruslafötur og górillubúr ekki heldur).
Eftir þetta þá var mesta sportið að gefa górillunni og næsti réttur á matseðlinum var Cheerios sem Rún var með í pínulitlum plastpoka. Það aftraði þó górillunni ekki og ótrúlegt að sjá hversu fær hún var að plokka örlitla Cheerios hringi úr plastpoka hjá lítilli stelpu. Þegar Cheeriosið var búið þá kvaddi górillan með þökkum og við héldum áfram göngunni. Svo segir fólk að dýr séu ekki klár.
Næst gengum við framhjá skrifstofu sem var opin og þar inni var barnagrind og ég hélt auðvitað að það væri barn í henni og laumaði mér inn til að kíkja. En það var miklu betra en barn, það var oggupínulítill górilluungi með bleyju og pela. Auðvitað lékum við okkur við hann þar til hann varð þreyttur og vildi fara að sofa. Það var megagaman!
Í heildina fær þessi heimsókn 4 stjörnur af 5! :)


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker