E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



SingStar
Ég held barasta að SingStar sé skemmtilegasta leikjatölvutengda (vó, gott orð!) uppfinningin sem ég hef komist í kynni við. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af leikjatölvum og tölvuleikjum og var síðasta tölvan mín Sega mega drive, en hún var alveg mega!

Ég sá SingStar í fyrsta skipti út í Kaupmannahöfn í sumar en þar var verið að kynna þessa nýjung í raftækjaverslun á Strikinu og þar var einhver rammfölsk, miðaldra kona að gaula í míkrófón og ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið skemmtilegt. En viti menn! Systir mín fékk tvo svona diska í jólagjöf og prufukeyrði ég þá í afmælinu hennar í byrjun febrúar og BÚMM, ég féll fyrir þessu, þetta var svo þvílíkt stuð.

Síðan þessi fyrstu kynni mín við SingStar voru hef ég margoft endurnýjað þau og vona bara að systir mín komist í nýja diska hið fyrsta! Ég hafði þó ekki prófað þetta í stórum hóp fyrr en um helgina en þá var hinn margrómaða „Skálferð hin önnur“ hjá læknanemum á fyrsta ári. Einhver hugmyndaríkur kom með tölvu og SingStar og það sló svona rækilega í gegn og var frábær byrjun á frábæru kvöldi! Mæli með þessu fyrir öll partý!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker