„Vatn er gott fyrir tennurnar....
....drekktu Egils Kristal“
Upphaflegur titill færslunnar átti að vera Af auglýsingum og fleiru en þegar ég keyrði í skólann (sem Ármann benti mér réttilega á að tæki alltof langan tíma úr Grafarvogi!) í morgun þá kom þessi auglýsing þrisvar sinnum í útvarpinu. Auglýsing þessi kemur frá Ölgerðinni Egils og er fáránleg. Sérstaklega á tímum þar sem sýnt hefur verið fram á að tannhirðu Íslendinga og sérstaklega ungmenna er ábótavant. Einnig er í gangi mikil andfituumræða í þjóðfélaginu og allt gengur út á að vera ekki feitur, virðast heilbrigður, stunda líkamsrækt og fleira (og það sést auðvitað hverjir drekka Egils Kristal, allt sæta fólkið á landinu!). Bæði þessi hugðarefni hefur Egils ákveðið að nota í herferð sína með Egils Kristal.
Það er rétt og gott að stuðla að vatnsdrykkju og ég myndi ekki hafa neitt út á það að setja ef þeir auglýstu BergKristal með þessum hætti, þar sem það er hreint vatn, eftir því sem ég kemst næst. Hinsvegar er Kristall sódavatn og kolsýran í sódavatni fer ekki vel með tennurnar. Auðvitað fer kolsýra og sykur í bland (eins og í kóki) verr með tennurnar, en þessi auglýsing er alveg út í hött! Það vita allir að súrir drykkir skemma tennurnar! Þetta væri bara eins og að auglýsa „vatn er grennandi .... komdu á McDonald's og fáðu þér stjörnumál. Stækkaðu hana og pantaðu svo auka vatn. Það er grennandi!“.
0 Responses to “”
Leave a Reply