E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Óábyrgir bílstjórar
Þessi frétt á mbl.is kom mér lítið á óvart. Það er bara spurning um hvenær það verður dauðaslys af völdum vörubílstjóra sem ekki binda og ganga tryggilega frá farminum sínum og finnst mér stórlega vanta eftirlit og sektarákvæði fyrir óábyrgan frágang á pallinum, alveg eins og fólk er sektað fyrir óábyrgan akstur.
Ég hef persónulega lent í því þrisvar að vera nálægt því að lenda á hlutum sem falla af vörubílspöllum. Fyrsta skiptið var fyrir 3 árum þegar ég var á leið til Húsavíkur og var á um 100km hraða á þjóðveginum á eftir vörubíl með tengivagn sem á var dráttarvél og járnrör. Það sem ég tók ekki eftir var að járnrörið var fullt af hnullungum og þegar við komum að brúnni inn í Borgarnes féll einn stór og myndarlegur af pallinum. Eina úrræðið var að negla niður og beygja út í kant. Bílstjórinn hélt áfram. Annað skiptið var á Breiðholtsbrautinni þegar bíll frá Húsasmiðjunni missti tvær 2x4 6metra spýtur aftan af pallinum þar sem ekki var gengið nógu vel frá farmi. Bílstjórinn hélt áfram þrátt fyrir flaut og blikk eins og í fyrra skiptið. Síðasta skiptið var núna í vor þegar verið var að flytja þrjú stór, svört lagnarör ofan af Hálsi og niður í bæ. Í það skiptið stöðvaði bílstjórinn, enda missti hann allan farminn af pallinum í einni beygjunni.
Mér finnst allavegana að það ætti að taka á þessu!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker