Undur og stórmerki!!Já, það er kannski erfitt en greinilega ekki ómögulegt að kenna gömlum hundi að sitja. Nú hef ég átt myspace síðu í 4 mánuði sirka, án þess að láta fólk vita af því (enda var ég upphaflega á móti þessu "drasli). Nú hef ég ákveðið að taka þessari nýjung með opnum hug og skella mér í þetta. Afraksturinn má sjá á
mæspeisinu.
Ég hyggst reyna að láta þetta samt ekki gleypa mig alveg, enda er þetta algjör tímaþjófur. Á næstunni koma inn myndir frá Svíþjóð og Danmörku, 500 talsins, ásamt ferðasögu.
Rannsóknin er ekki að ganga alveg nógu vel og því er hætt við að ég verði fastur í henni næstu vikur. En ég er alltaf með símann!
0 Responses to “”
Leave a Reply