Niðurlæging
Ég held ég verði að viðurkenna að ég er gunga þegar kemur að mörgu, sérstaklega háum, ótryggum stöðum. Ég er ferlega lofthræddur og yfirleitt þora litlu systkini mín í öll tívolítæki á meðan ég fer bara í rússíbanana og tæki sem mér finnst "örugg". Þá hlær öll fjölskyldan að mér. Ég held ég hafi samt fengið hina "ultimate" niðurlægingu um daginn þegar
Ásdís Eir og fjölskylda fóru til Danmerkur. Um ferðina má lesa
hér. Niðurlæginguna hlaut ég þegar Óttar, LITLI bróðir Ásdísar (sem er, ef ég man rétt 13 ára), sem er algjör töffari og húmoristi sendi mér SMS. Það var svo hljóðandi: "Thetta er Óttar. Eg for i fallturninn i tivoli, ekki thu. Hehe". Fyrr má nú aldeilis fyrr vera, þegar hlegið er að manni á milli landa!! Mjög fyndið SMS samt, Óttar fékk feitt rokkprik fyrir! :)
0 Responses to “”
Leave a Reply