SamfarirMér finnst orðið samfarir eitt skrítnasta orðið í íslensku. Það er sett saman úr sagnorðinu að fara og atviksorðinu saman. Þetta meikar bara ekki sens! Hvert er fólkið að fara? Svo er líka ekki hægt að hluta orðið í sundur og nota það þannig, eins og á við um flest samsett orð. Til dæmis missir það alveg marks ef að maður myndi segja "þau fóru saman" eða "eigum við að fara saman". Auk þess er svo skrítið að það er ekki hægt að breyta orðinu og segja "að samfarast" heldur verður að segja "hafa samfarir".
Hvert er ég að fara með þessu?
Jú, ég vil breyta orðinu og byrja að nota orðið samkomur í staðinn fyrir samfarir. "Af hverju??" spyr fólk sig. Það er bara miklu praktískara, þar sem í kynlífi er reiknað með að fólk "komi" frekar en að fólk "fari" eitthvað. Einnig er rökréttara að segja "eigum við að koma saman" og fleiri setningar fara að meika meiri sens.
Eini gallinn á þessari tillögu er að þá öðlast gömul orð eins og samkomuhús, samkomustaður og fleiri nýja merkingu. En ég meina, þá væri kannski bara skemmtilegra á samkomum í Krossinum!!
p.s. Hvað tókst mér að fanga athygli margra með þessari fyrirsögn?
0 Responses to “”
Leave a Reply