Hænuskref Í dag gekk ég upp og niður stiga nokkrum sinnum án þess að halda mér í neitt. Auk þess gat ég gengið eins og venjulegur maður og tekið 2 tröppur í einu skrefi í stað þess að feta mig löturhægt niður. Ég veit að þetta hljómar ekki eins og eitthvað sem maður klappar yfir og fagnar óhóflega en þar sem ég hef ekki getað þetta síðustu 3 mánuði (1,14% af lífi mínu!) þá kætist ég gríðarlega yfir þessu. Í nótt dreymdi mig líka að ég væri geðveikt góður í fótbolta....það er ögn langsóttari draumur samt!
0 Responses to “”
Leave a Reply