E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Bless elskan, ég er farinn í vinnuna!
Ég hef oft verið að velta fyrir mér hvernig fólk sem vinnur pirrandi störf byrjar daginn. Byrjar það daginn eins og allt annað fólk með því að klæða sig í vinnufötin, kyssa einhvern bless og fer í vinnuna brosandi og hugsar "Þetta verður frábær dagur, ég fæ að pirra fólk í dag"? Þannig er nefnilega málum háttað að fólk vinnur mispirrandi störf og þeir sem vinna við að pirra fólk hljóta að vita af því að fólk pirrast á þeim. Er þetta fólk aldrei þreytt á því og hringir sig inn veikt?
  • Þetta á til dæmis við um bankastarfsmennina sem eru að kynna viðbótarlífeyrissparnað, fimmtíu mismunandi leiðir til sparnaðar í sínum banka og svo framvegis. Alltaf með sama fallega feikbrosinu og hefur gríííðarlegan áhuga á því sem maður er að gera í lífinu.
  • Einnig á þetta við um fólkið frá Gallup sem hringir ALLTAF á matartíma og/eða þeim tíma sem uppáhalds sjónvarpsþátturinn þinn er í gangi og/eða þegar þú ert að gera eitthvað skemmtilegra upp í rúmi en svara könnun um mismunandi vörumerki eða stjórnmálaskoðun þína (besta könnunin var "Hvernig finnst þér Björn Ingi Hrafnsson?". Ég svaraði "andfúll" en það var víst ekki löglegur valmöguleiki svo ég svaraði ekki).
  • Loks ber að telja konurnar sem vinna á Nemendaskrá Háskóla Íslands. Þar hefur maður heyrt fleygar setningar eins og "þú getur troðið kennsluskránni upp í rassgatið á þér" frá starfsfólkinu. Auk þess virðast þær alltaf vilja að maður komi niður á Nemendaskrá til að leysa ákveðin mál þegar maður talar við þær í síma, svo þegar maður kemur þangað segja þær alltaf "það hefði nú verið hægt að leysa þetta í gegnum síma!". Eins og ég vildi fara og bíða í biðröð í hálftíma til að tala við þær af því mér finnst þær skemmtilegar!
Ætli þetta fólk sé ánægt í starfi? Ætli þetta sé leiðin til að vinna sig á toppinn innan bankanna? Ég vona að minnsta kosti að öll þessi vinna skili sér í lífsfyllingu og starfsánægju, annars vorkenni ég KB-strákunum sem hanga í Kringlunni allan daginn og brosa ennþá meira!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker