Amsterdam, beibí!
Eftir viku verð ég í Amsterdam. Þar hyggst ég sækja ráðstefnuna NECSE 2006 (North European Conference of Sexual Education) og verða ferðafélagar mínir ekki af verri endanum, þau
Sigurbjörg og Karl Erlingur. Þar ætlum við að afla okkur fróðleiks um sam-, tví- og transsexúal kynhneigðir ásamt fólki frá hinum Norðurlöndunum, Eistlandi, Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi, Póllandi, Sviss og Austurríki. Þó er ekki víst að allir mæti. Þetta verður gaman.
Hefð er fyrir því að eitt kvöldið sé þemapartý og tekst yfirleitt mjög vel til. Þemu hafa verið af mjög fjölbreytilegum toga en ég vil meina að þetta slái allt út! Þemað er CROSS DRESSING og við erum nota bene í Amsterdam :)
Því er mjög líklegt að ég, Sigurbjörg og Kerlingur Koddason verðum svona eftir viku:
Ég ætla sérstaklega að leggja mig fram við að vera í flottasta gervinu og vonandi nenna krakkarnir að vera með í fílingnum af heilum hug. Þetta er glæsilegt og ég er bara farinn að hlakka til. Hugmyndin hljómar allavegana mjög vel, skárra heldur en e-ð týpískt næntís þema! Spurning hvort maður tekur þetta alla leið og reynir að ná þessum hæðum:
Hvað finnst ykkur?
0 Responses to “”
Leave a Reply