E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Í ræktinni
Það er alltaf mjög fyndið fólk í Háskólaræktinni. Stundum stend ég mig að því að glápa á spaugilegu karakterana þegar ég er að teygja eða bíða eftir einhverju tæki. Það er alltaf pínulítið vandræðalegt þegar að viðkomandi tekur eftir því. Nokkrir góðir sem ég man eftir í augnablikinu:
  • Ótrúlega mjóa stelpan í gráu peysunni sem er þrengd í mittið. Hún kemur alltaf með stóra tösku inn, í hverri hún geymir m.a. stóru úlpuna sína sem hún fer stundum í þegar hún er á göngubrettinu. Svo gengur hún á 7 í mesta halla í svona 40 mínútur áður en hún fer úr úlpunni.
  • Maðurinn með rauða krulluhárið sem horfir alltaf á mann eins og hann vilji meiða mann. Hann hræðir mig!
  • Útlenski gaurinn í hvíta gallanum sem er alltaf að taka hringspörk og Rocky "múvið" fyrir framan spegilinn. Hann tekur líka oftast góðar 20 mínútur í það að setja vax í hárið FYRIR æfingu!
  • Sambrýndu tvíburasysturnar. Ég þori ekki að fara og segja þeim frá leyndarmálinu plokkun. Þær hefðu samt gott af því!
  • Litli strákurinn sem ég hélt að væri stelpa og væri að villast í klefann hjá körlunum. Hann er bara fyndinn!
Svo eru náttúrulega alltaf ótrúlega fyndnir þessir klassísku kögglar sem taka 100 í bekkpressu EINU sinni og eru ótrúlega stoltir af góðri æfingu og fara í sturtu. Svo segja þeir við strákana í sturtunni "jaaaa, ég tek svona 100 í bekk, kannski 110"!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker