E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ferðasagan í stuttu máli

Jæja, nú er ég kominn heim aftur og þarf að fara að blogga þannig að ég detti ekki úr bloggrúntinum hjá fólki :)
Ferðin til London var æðisleg. Í nokkrum punktum:

Föstudagskvöld
Á föstudagskvöldinu fórum við á Queen sjóvið og VÁÁÁ, það var æði. Ragga eyddi samt öllum myndunum af þessu kvöldi þannig að ég verð að láta myndirnar í minningunni nægja. Muna það, Ragga, ekki ýta á FORMAT!! Eftir sýninguna fórum við á lítinn ítalskan stað í Soho, þar sem litlikórinn borðaði í kórferðinni fyrir tveimur árum. Staðurinn var jafn góður og áður og við vorum alveg fram yfir lokun. Því næst tók við löng ganga eftir Oxford street í leit að leigubíl þar sem margir skuggalegir menn vildu fá að skutla okkur heim í "leigubílunum" sínum. Creepy! Að lokum var það bara næturstrætóinn og svo rölt frá Notting Hill.

Laugardagur
Ragga fór í viðtal til yfirkonu söngsviðs virts tónlistarháskóla úti og á meðan svaf ég út og það var frábært. Síðan var það Portobello markaðurinn í Notting Hill þar sem margt var skoðað (og Ragga lagði í alveg þröngt stæði, sjá mynd) en fátt keypt. Ég rakst samt á frábæra búð sem heitir Banana Moon og selur allskonar gríndót. Þegar heim var komið var það sturta, rakstur og afslappelsi með fílakaramellur í hönd. Svo tókum við til við að tæma allar helíumblöðrurnar á heimilinu og tala asnalega (hafið hljóðið hátt). Það fannst okkur stuð en ég veit ekki hvað litlu strákunum sem áttu blöðrurnar fannst um þetta mál. Síðan var það djúsí, djúsí matur á Café Pacifico ... mexíkóskt er namminamm!! Ragga varð líka frekar hress af nokkrum Mojitos :)





















Þegar út var komið tók við leit að skemmtistað þar sem Ragga sýndi góða takta (Are you going to Los Locos...where is that) og endaði á því að reyna að semja við tvo menn á Rikshu um að skutla okkur á karaókíbar fyrir 3 pund. Þeir voru of skuggalegir fyrir mig og Hinrik sem var með okkur þannig að við drógum Röggu í burtu.

Kvöldinu lauk svo heima í Lower Addison gardens þar sem ég og Ragga sofnuðum eftir 10 mín af Lost. Ég hélt maður gæti ekki sofnað út frá Lost en það er greinilega hægt!

Sunnudagur
Egg og beikon voru snædd í Brunch og síðan var skroppið á Oxford Street (ásamt öllum í London virtist vera). Ég dýrka Undergroundið í útlöndum og datt ekki í hug að sleppa því að nota það. Pizza Express varð fyrir valinu í kvöldmat, gúmmilaði, og svo var það bara Heathrow, beibí og flug heim. Ég flaug með Boeing 767 í fyrsta skipti á ævinni og líkaði bara vel.

Myndirnar koma í heild sinni á myndasíðuna mína innan nokkurra daga! Update... myndirnar eru komnar inn:)


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker