Tilkynning, tilkynning!!
Svo virðist sem ég hafi týnt mánuði til lestrar fyrir námskeiðið sem ég er að fara í próf úr á þriðjudaginn. Mánuðurinn týndist mjög sennilega einhvers staðar á Hringbrautinni á leið upp í Grafarvog. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að skila mánuðinum, helst fyrir klukkan 9 á þriðjudagsmorgun, hinn 4. október. Takk fyrir!
0 Responses to “”
Leave a Reply