E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Update!
Prófíð er búið og gekk bara allt í lagi, veit samt ekki alveg hversu mikið allt í lagi!
Í gær hélt ég fyrstu fyrirlestrana í forvarnarstarfinu og það gekk frábærlega, krakkarnir í Flensborg voru virkilega skemmtilegir og hressir, mikið af spurningum og tilheyrandi sleipiefnaumræðu. Síðasti hópurinn fann líka 88 orð yfir kynfæri karla og kvenna sem verður bara að teljast nokkuð gott :)
Nú er ég kominn til London og sit hérna með tölvuna hennar Sillu, "mömmu" Röggu í London og ákvað að setja inn stutt hæ. Flugið gekk vonum framar og fékk ég heilan bekk bara fyrir mig svo ég gat bara lagt mig og læti.
Í dag fórum við í Morton Medical þar sem ég keypti ÁTTA hlustunarpípur (fyrir mig og 7 aðra í bekknum) og vonandi verða bara allir ánægðir með þær. Þaðan lá leiðin á Fresh and Wild í Notting Hill í brunch. Fresh and Wild er lífrænn (organic) matsölustaður, þar sem ég get actually fundið eitthvað að borða, þar sem þar er hægt að fá geðveikt góðar súpur og kjötrétti. Ég digga þennan stað feitast. Eftir þetta fórum við í Harrod's þar sem maður getur keypt allt frá tepoka og upp í Lamborghini og afríska fíla. Ég fíla þessa búð í ræmur. Ragga keypti sér líka stafræna myndavél þannig að nú getum við tekið myndir af ferðinni af því ég gleymdi minni :)
Núna er ég að fara að skipta í jakkafötin og við ætlum að fara að sjá We will rock you, Queen sýninguna, í Dominion theatre og svo út að borða á ítölskum veitingastað sem ég veit um í Soho hverfinu. Þetta verður stuð.
Já, í dag var líka e-ð major lögreglumál sem ég og Ragga vorum að fylgjast með, 12 lögreglumenn með alvæpni fyrir utan hús rétt hjá Röggu, nokkuð spes.
Jæja, got to go, auf Wiedersehen!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker