300!

Jæja, þá er komið að síðasta póstinum hér á þessu bloggi. Ástæðan fyrir því hvað hann var lengi að koma er eflaust treginn við það að hætta að blogga (þó ég hafi nú kannski ekki verið neitt sérstaklega duglegur við það).
En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott og því er það mér mikil ánægja að kynna nýtt og betra blogg. Það er staðsett á nýja léninu mínu, omarsigurvin.com, og vonast ég eftir að sú síða verði miðstöð mikilla afreka á komandi árum. Endilega hendið út þessari og bætið þeirri nýju á bloggrúntinn. Auk þess má núna senda mér póst á omar@omarsigurvin.com.

Góðar stundir!

P.s. Mér þætti vænt um að sjá sem flesta á föstudaginn í Hinu húsinu. Hér fyrir neðan er auglýsing sem ekki er alveg tilbúinn en verður það í kvöld. Hinsvegar breytast staðreyndirnar á henni ekki :)299

Sum lög eru bara einfaldlega betri en önnur. Sum myndbönd eru líka bara æðislega geggjuð og vel unnin. Þetta er hvorugt:

Samt er þetta eitt af þeim lögum sem kemur mér alltaf í gott skap. Myndbandið er líka ekki af verri endanum, ef maður telur gæði myndbanda í magni þess aulahrolls sem þau valda. Mæli með 'essu!298

Í fyrndinni var ég með teljara á síðunni sem sýndi fjölda heimsókna frá teljari.is. Síðan fóru þeir að rukka fyrir að hafa glugga frá þeim á síðunni og þá skipti ég og fékk mér ókeypis teljara. Síðan gaf sú þjónusta upp öndina og fékk ég mér þá falinn teljara á extremetracking.com. Mér finnst gaman að skoða teljarann endrum og eins og sjá hvaða leitarorð leiða fólk inn á síðuna, hversu margir eru að skoða hana (sem kemur mér alltaf jafnmikið á óvart) og hvaðan fólkið er. Nú er teljarinn búinn að vera uppi í nákvæmlega 1 ár og heimsóknirnar voru 10.000. Það er ágætt, alveg hreint. Þegar ég fór yfir skiptingu eftir löndum fannst mér samt merkilegt hvaðan heimsóknirnar koma.

Efstu fjögur löndin koma ekki á óvart, þar sem flestir sem ég þekki eru á Íslandi, fjölskyldan mín býr í US and A og góðvinir mínir í Svíþjóð og Danmörku. Hinsvegar kemur fimmta landið á listanum skemmtilega á óvart, Algería, en ég tel að það sé vegna arabíska nafnsins míns. Ég hlýt bara að poppa oftar upp þegar þeir eru að leita heldur en einhver sem heitir t.d. Guðný. Svo er líka gaman að skoða hvert vinir manns hafa ferðast og hvort þeir hafi kíkt á síðuna þar sem þeir voru. Til dæmis eru heimsóknir frá Kenýa ofarlega á lista, mér sýnist Gunnildur og Hrafnhildur hafa kíkt á síðuna frá Guatemala og Lilja og Keli þegar þau voru í Malawi. Samtals voru heimsóknir frá 72 löndum sem samsvarar 37,5% af löndum heimsins. Maður er svo sannarlega „internassjonal“!

----------------
Lag færslunnar: Páll Óskar - International297

Hverjir þekkja ekki 5 sekúndna regluna? Ég þekki hana allavegana og þekki reyndar strák sem ráðist var á niðri í bæ, þegar hann benti öðrum strák á hana eftir að sá missti pizzuna sína í jörðina á Lækjartorgi. Þannig geta eiturlyfin farið með mann! Fyrir þá sem ekki vita það, þá felst 5 sekúndna reglan í því að ef þú missir eitthvað matarkyns í gólfið, þá máttu taka það upp og borða það ef þú nærð því innan 5 sekúndna. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í University of Illinois 2003, þekktu meira en 50% karla og yfir 70% kvenna þessa reglu, og beittu henni margir (sjá hér). Ég hef notað þessa reglu óspart og jafnvel lengt hana upp í 10 sekúndna reglu þegar ég er á stað þar sem slíkt er viðeigandi (t.d. á hreina hreina eldhúsgólfinu mínu). Ég mun hugsanlega endurskoða afstöðu mína eftir að lesa greinina sem hlekkurinn hér fyrir ofan vísar á. Auk þess fletti ég þessu efni upp á PubMed og fann rannsóknina sem vitnað er í og er hún síðan í apríl í fyrra og má finna hér: Residence time and food contact time effects on transfer of Salmonella Typhimurium from tile, wood and carpet: testing the five-second rule
Ég hugsa nú að ég muni samt sem áður alveg borða eitthvað sem ég missi í gólfið. En maður veit aldrei.
----------------
Lag færslunnar: Velvet Revolver - Dirty Little Thing296
Þetta er færsla númer 296 á þessum vef. Það er visst gleðiefni en á sama tíma dálítið leiðinlegt, þar sem hver færsla kemst nær því að verða sú síðasta. Það er undarlegt hvernig sumt sem áður fyrr þótti mjög ónauðsynlegt, óþægilegt og leiðinlegt getur orðið andstæðan, jafnvel ávanabindandi. Eins og sést á fyrstu færslunni í október 2002:
„Það er fullkomnlega engin góð ástæða fyrir þessari síðu... þessi tískubylgja að hafa "blogg" virðist bara ráðandi núna og mér datt í hug að vera "memm"...“
Síðan þá hafa komið hæ(g)ðir og lægðir í þessu eins og öllu öðru en oft á tíðum er þetta þrælskemmtilegt (ég mun ekki dæma um skemmtanagildi þessarar heimasíðu fyrir þá sem lesa hana). Ég hef tekið eftir að þetta á við um marga aðra hluti sem í fyrstu eru hundleiðinlegir en verða svo hluti af manni. Það var t.d. undarlega erfitt að segja skilið við skúringarvinnuna, sem ég gerði 1. janúar s.l. Þá var ég búinn að skúra í 5 ár og 2 mánuði og sennilega búinn að þéna nokkrar milljónir á þessu öllu saman. Það voru þó ekki bara peningarnir sem héldu manni í þessu í allan þennan tíma. Með tímanum varð þetta bara hluti af „mér“, að fara og skúra á öllum tímum sólarhrings og hvenær sem er ársins. Ég hef þrifið klósett í árshátíðarklæðnaði oftar en einu sinni, hlýtt sjálfum mér yfir próf á meðan ég skúra, sungið hinar villtustu aríur mér og veggjunum til skemmtunar og svo framvegis. Skúringarnar voru líka eins og rauður þráður í gegnum síðustu 5 ár og mér fannst ég á vissan hátt vera að segja skilið við margt sem því tengdist. Gamlar minningar, bæði mjög góðar, ljúfsárar og beinlínis sárar, komu upp í hugann sem ég vatt síðustu tuskuna. Minningar um fólk sem hefur skúrað með mér, vini sem ég hef eignast í gegnum tíðina, sambönd, samböndsslit, góðar stundir og slæmar. Það er jafnvel þannig að ég tengi hin ýmsu lög, lyktir og jafnvel tilfinningar við ákveðna kima hússins eða ákveðnar aðferðir við að þrífa. Ég veit ekki af hverju þetta var svona undarlegt um áramótin, en mér fannst ég vera að kveðja kafla í mínu lífi, jafnvel bara að fullorðnast. Hver veit, kannski er ég svolítill Pétur Pan innvið beinið?
Þetta var færsla 296 af 300.

----------------
Lag færslunnar: Tindersticks - If You're Looking For A Way OutSnilld!

From R.L. Stevenson's Treasure Trail Island

Girl #1: How often do you get wet?
Girl #2: Oh my god, we're in public!
Girl #1: Well, I was just wondering, because everybody back home thinks you're such a slut!
Girl #2: Piss off! At least I'm not a fire crotch!
Girl #1: Don't you ever call me that ever again, or I'll delete you off my Top Eight on MySpace!

--Times Square

Overheard by: Andrew


via Overheard in New York, Jan 26, 2008Mótmæli

Ég ætla ekki að taka afstöðu til þeirra atburða sem orðið hafa í Ráðhúsinu og öðrum byggingum síðustu daga. Ég hef einfaldlega ekki áhuga á því að ræða þetta né tíma. Og fyrir utan það, hver er munurinn á kúk og skít? Síðustu stjórnarskipti voru lúaleg og þessi voru það líka. Punktur.
Ég vil bara ítreka það að mér finnst asnalegt þegar fólk notar lýðræðið sem einhverja grímu fyrir múgæsingu, ofbeldi eða bara hreinasta dónaskap. Það er lýðræðinu, málefninu og viðkomandi manneskjum ekki til framdráttar. Þessvegna ætla ég að mótmæla þessu fólki hér á friðsamlegan og lýðræðislegan hátt. Skammist ykkar!

p.s. Er virkilega til hreyfing sem kallar sig „unga stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur“. Kommon.Þú tryllir mig!
Er ekki almennt álit fólks að þetta sé besta lag sem hefur tekið þátt í Júróvísjón undankeppni á Íslandi? Við hefðum unnið þetta með þessu lagi. Má ekki senda það út núna?Leitarorð
Mér finnst gaman að kíkja stundum á trackerinn á síðunni minni og sjá af hverju fólk er að leita á netinu og í beinu framhaldi af því, hvernig það kemst þannig inn á síðuna mína. Óttar, bróðir Ásdísar, nýtti sér einmitt tæknina til að lokka fólk inn á heimasíðuna sína (sjá hér) en ég hef ekki lagt það í vana minn. Hinsvegar virðist það hafa gerst óvart um daginn þegar ég valdi þessa mynd í færslu. Þar gerði einfaldi Íslendingurinn sér ekki grein fyrir að um var að ræða leikkonu og fyrirsætu sem ber nafnið Elisha Cutbert og leikur víst í sjónvarpsþáttunum 24. Síðan þá hafa 100 grunlausir menn sem leitað höfðu að hinni ægifögru leikkonu rambað inn á síðuna mína. Það eru samt einungis 20 fleiri en hafa t.d. verið að leita að Sólveigu Helgadóttur, bekkjarsystur minni. Spurning hvort Sólveig sé að meika það á veraldarvefnum? Gerum tilraun. Sólveig Helgadóttir djammar.Ég er ekki dáinn...ég lofa!
Frá því ég kom heim er ég búinn að standa á haus í vinnunni á spítalanum, læra og verkefnum tengdum Ástráði. Í millitíðinni hef ég einungis gefið mér tíma til þess allra nauðsynlegasta: Sofa, borða og hægða- og þvaglosun. Auk þess hef ég sett inn myndir á myndasíðuna mína frá þremur ólíkum sviðum. Ljósmyndun er farin að spila sífellt meiri rullu hjá mér og orðin virkilegt áhugamál. Verst hvað það er tímafrekt :) Ég auglýsi einnig eftir kennslu í Photoshop, þar sem ég hef aldrei unnið myndirnar mínar neitt. Fyrstu tvö albúmin koma frá Flórída þar sem ég átti yndislegan tíma með fjölskyldu minni og vinafólki. Þetta voru kærkomnir endurfundir! Hér er ein mynd frá þessu fríi:

Næsta albúm er frá sjaldgæfri kirkjuferð minni á sunnudaginn í síðustu viku. Ástæðan var ekki skyndileg trúarvitund mín, heldur var mín kæra vinkona, Hulda, að skíra litlu dóttur sína. Til hamingju með það!

Síðasta nýja albúmið er ekki alveg jafn kristilegt en myndirnar þar eru teknar í stórskemmtilegu afmæli (að mínu óhlutdræga mati) sem haldið var 5. jan.

Takk kærlega fyrir árið 2007, vona að árið 2008 verði jafn gott!Gleðileg jól og

gott og farsælt komandi ár!Fréttaskot
Þverfaglegur hópur uppeldisfræðinga, félagsfræðinga, sálfræðinga og lækna hefur ákveðið að hinir grimmu og vondu íslensku jólasveinarnir og foreldrar þeirra hafi slæm áhrif á vöxt og viðhorf ungra krakka í dag. Grimmilegar uppeldisaðferðir og bónusakerfi jólasveinanna hafa síst hvetjandi áhrif til lengdar og því leitaði hópurinn álits tískuráðgjafa og til alþjóðlegs ráðgjafafyrirtækis. Upp úr þessu frjósama, fjölþjóðlega samstarfi þróaðist hugmynd um að gera jólasveinana að meiri fyrirmyndum, táknum sem börnin gætu virt og litið upp til. Jólasveinarnir ættu þannig að hafa uppeldisgildi, auk þess að vera blíðir og með tilfinningar. Niðurstaða hópsins var einnig sú að fjölbreytnin væri of mikil og að einingu vantaði í hópinn. Því brugðu þeir á það ráð að hafa bara eitt módel og nota það módel á sveinana 13. Módelið sem hópurinn skapaði þykir bera af hvað varðar fríðleika, andlegt og líkamlegt atgervi. Dömur mínar og herrar, ég kynni Brúnkusvein:
Lengi vel hafa menn sem hafa háskólapróf í uppeldisfræðum (líkt og Georg Bjarnfreðarson) gagnrýnt foreldra sveinanna, þau Grýlu og Leppalúða. Þau hafa ríkt með harðræði og uppeldi þeirra einkennst af óttablandinni virðingu. Auk þess þykja þau almennt ljót. Þar sem börn í dag verða að skilja er að ljóta fólkið kemst aldrei neitt áfram og því sá hópurinn sig tilneyddan til að breyta útliti þeirra í samræmi við það. Þar sem rétt "lúkk" á Grýlu fannst ekki á Íslandi, var leitað út fyrir landsteinana. Haldið ykkur fast, hér kemur Sexígrýla:
Sennilega hefur Leppalúði alltaf verið sá sem skyggir hvað mest á ímynd jólasveinanna út á við og sérstaklega úti í heimi. Hann er ekki nógu "lovable" sögðu sérfræðingarnir, loðinn og ljótur. Því var það hópnum sérstök ánægja að finna alíslenskan Metrólúða:
Brúður jólasveinanna koma í Hagkaup eftir helgi. Þá verður einnig hægt að kaupa DVD diskinn Metró-jól, ævisögu fjölskyldunnar Make-over Sveinki og geislaplötuna Tanaðu með Stúfi.Wulffmorgenthaler er sammála mér...


...vísindalega sannað!Markmiðasetning

Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir mann eins og mig, sem vanur er að vera á ferðinni, joggandi hvert sem ég fer (lesist: þangað sem bíllinn ekki drífur). Ég hef núna verið í 100 klukkustundir í sjúkraþjálfun og sirka 400 klukkustundir í ræktinni til að komast í almennilegt horf eftir hremmingar haustsins 2006. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími en jafnframt reynt mikið á mig andlega og ég hef býsna oft verið langt niðri. Eins og oft vill verða, hefur þetta bitnað aðallega á þeim sem umgangast mig mest og mér þykir vænst um. Ég vil nota tækifærið og biðja þá sem ég kann að hafa móðgað eða verið hastur við á einn eða annan hátt afsökunar. Þetta horfir allt til betri vegar!

Það er mikilvægt að setja sér markmið (og oftast betra ef þau eru raunhæf). Það auðveldar manni að stefna að einhverju marki og í þessu felst sennilega mesti lærdómur ársins. Fyrst eftir sjúkrahússveruna, stefndi ég fullum fetum að því að komast í hlaupaform til þess að keppa í fótboltamóti FL 2007. Nú hef ég hinsvegar gert mér grein fyrir takmörkunum mínum og sætt mig við það að vera "bara að þjálfa" fyrir þessi mót. Ég verð líka að bregðast stórvini mínum, Davíð Halldóri, þar sem ég var búinn að lofa honum að hlaupa með honum í Reykjavíkurmaraþoninu að ári. En þar sem ég er keppnismaður að eðlisfari hef ég sett mér markmið og miðast það að nokkru leyti við umræddan Davíð. Ég er nefnilega búinn að lofa honum að hjóla samferða honum í maraþoninu og byrjaði að æfa fyrir það 19. nóvember síðastliðinn. Þar sem ég verð að hafa eitthvað að keppa að, einsetti ég mér einnig það markmið að hjóla 1000 kílómetra fyrir afmælið hans, þann 13. mars næstkomandi. Það eru um 250 kílómetrar á mánuði en ég er kominn í 222 í dag (sjá mynd).


Með hjálp Arnars Hafsteinssonar, snillings með meiru, hefur mér líka tekist að komast úr versta formi sem ég hef verið í. Þann 3. september var ég 92,5 kg (26,8 í BMI sem flokkast sem ofþyngd eða offita af stigi I eftir því hvorum megin Atlantsála maður er). Nú er ég hinsvegar 86 kíló (og því 24,8 í BMI sem er innan eðlilegra marka ef e-r hefur áhuga á BMI). Markmiðið er 85 kíló fyrir áramót og síðan 83 á endanum um miðjan mars. Haldið ykkur fast, ég kem til með að tilkynna síðar hvort þetta tekst.

p.s. Þar sem maður verður alltaf pínu meyr í desember, vil ég nota tækifærið og láta alla vini mína vita að mér þykir viiiirkilega vænt um ykkur (og ég segi þetta ekki af því ég er svo fullur!).
Hafið það sem allra allra best!Í anda jólanna


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Síðustu færslur

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker