NafnarÞað er mér mikið gleðiefni að heita Ómar. Það varð samt fyrst gleðiefni fyrir alvöru um aldamótin síðustu. Þá fóru nefnilega allir vondu karlarnir í heiminum að heita Ómar, eins og t.d.
þessi hérna. Núna fæ ég alltaf aukaaugnaráð á flugvöllum og svona, sérstaklega þegar ég kem til Bandaríkjanna. Þá fæ ég alltaf spurninguna „Omar, is that an Icelandic name?“ sem ég svara að sjálfsögðu með „No, actually it's an arabic name“ sem vekur misjafnar undirtektir hjá landamæravörðunum. Dömunni sem tók á móti mér síðast fannst það samt fyndið, hún fær plús fyrir það!
Svo las ég um annan nafna minn í gömlu Mannlífi þegar ég var í sjúkraþjálfun hjá Sólveigu ofursjúkraþjálfara. Sá var með alvarlegt skófetish og stundaði það að stela öðrum skónum af konum á gangi í hverfi einu í London. Hann gekk hratt upp að þeim, renndi hendinni niður eftir kálfanum og stal skónum á innan við 5 sekúndum. Þegar lögreglan gómaði hann hafði hann stolið 156 stökum skóm. Það er á svona stundum sem ég hugsa „ég er feginn að þetta er nafni minn“!
0 Responses to “”
Leave a Reply