Hvenær notar maður dönsku eiginlega???Þetta er spurning sem ég velti fyrir mér í öll þessi 7 ár eða svo sem við lærðum dönsku. Síðustu fjóra daga hef ég fengið svarið við þessari spurningu. Þegar maður fer að vinna á elliheimili!
Þannig er málum háttað að um helgina vann ég næturvakt í öllu húsinu á Eir og var þá með um 200 heimilismenn á minni ábyrgð. Í kjölfarið á því vann ég aukavakt á annarri deild en venjulega og talaði þar dönsku við einn heimilismanninn og gafst það vel. Auk þessa heimilismanns var þar kona sem talaði blöndu af íslensku, ensku, þýsku og dönsku (þeir sem hafa séð Julekalender skilja þetta mjööög vel) og veldur það því að mjög fáir skilja hana (sérstaklega erlenda starfsfólkið). Við áttum hinsvegar hrókasamræður á þessum fjórum tungumálum og varð það til þess að ég er eiginlega búinn að ráða mig til vinnu þar þriðju hverja helgi í vetur. Á minni deild eru tvær konur sem tala reglulega ensku og á deildinni sem ég vann aukalega í morgun eru TVÆR danskar konur. Ekki EIN dönsk kona, heldur TVÆR og við lentum í hrókasamræðum á dönsku. Ég fíla'ða í tætlur! Áfram tungumál!
0 Responses to “”
Leave a Reply