Two days and counting!Jæja, nú er ég búinn að vera að vinna af mér rassinn síðustu tvær vikur, var á tímabili í þremur vinnum, þar af var einungis ein ný. Ég er að leysa af hjúkrunarfræðing á 3-N á Eir í Grafarvogi og líkar það rosalega vel. Svo er ég auðvitað líka að skúra en þriðja vinnan var rosalega skemmtileg en ég var að kenna kynfræðslu í Háskóla unga fólksins. Þar voru krakkar á aldrinum 12-15 ára sem skráðu sig á námskeiðið okkar og var frábær mæting og þetta voru frábærir krakkar. Ég ELSKA að kenna fólki sem hefur gríðarlegan áhuga á því að fylgjast með og sem býr yfir einlægni á borð við þessa krakka. Very nice!
Svo er það bara Kenya,
BEIBÍ, á föstudaginn kemur. Við fljúgum til London, dveljum þar í einn dag og eyðum síðan meiripartinum af laugardeginum í að fljúga milli heimsálfa. Þetta verður fyrsta heimsókn mín til Afríku og þá hef ég komið í þrjár af heimsálfunum sjö, svo það er nóg eftir. Ef að einhver er að plana Ástralíu/Asíu túr sem er ekki á fáró tíma (t.d. mars-maí), þá kem ég með!! :)
Þar sem að við erum fjögur að fara saman, þá ákváðum við að splæsa í nýja síðu þar sem ferðasagan kemur inn í máli og myndum. Slóðin á hana (ekki hænu, hohohoh) er:
Endilega droppið þar inn ef þið hafið áhuga.
Í dag er ég í fríi og hyggst nota þann frídag til að pakka og hitta og knúsa þá sem mér standa næst, á morgun er kvöldvakt (eða morgunvakt) og þá ætla ég að reyna að knúsa bara eina manneskju! Þá sem ég hitti ekki þangað til á föstudaginn kveð ég hér með, sjáumst eftir 3 vikur, föstudaginn 13. júlí (ég trúi ekki að ég sé að fara að fljúga á þessum degi, stupid stupid) ef mér verður ekki rænt af brjáluðum ættbálki.
I miss the raiiin down in Africa (djö...ég missi af Toto!!)
0 Responses to “”
Leave a Reply