E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Two days and counting!

Jæja, nú er ég búinn að vera að vinna af mér rassinn síðustu tvær vikur, var á tímabili í þremur vinnum, þar af var einungis ein ný. Ég er að leysa af hjúkrunarfræðing á 3-N á Eir í Grafarvogi og líkar það rosalega vel. Svo er ég auðvitað líka að skúra en þriðja vinnan var rosalega skemmtileg en ég var að kenna kynfræðslu í Háskóla unga fólksins. Þar voru krakkar á aldrinum 12-15 ára sem skráðu sig á námskeiðið okkar og var frábær mæting og þetta voru frábærir krakkar. Ég ELSKA að kenna fólki sem hefur gríðarlegan áhuga á því að fylgjast með og sem býr yfir einlægni á borð við þessa krakka. Very nice!
Svo er það bara Kenya, BEIBÍ, á föstudaginn kemur. Við fljúgum til London, dveljum þar í einn dag og eyðum síðan meiripartinum af laugardeginum í að fljúga milli heimsálfa. Þetta verður fyrsta heimsókn mín til Afríku og þá hef ég komið í þrjár af heimsálfunum sjö, svo það er nóg eftir. Ef að einhver er að plana Ástralíu/Asíu túr sem er ekki á fáró tíma (t.d. mars-maí), þá kem ég með!! :)
Þar sem að við erum fjögur að fara saman, þá ákváðum við að splæsa í nýja síðu þar sem ferðasagan kemur inn í máli og myndum. Slóðin á hana (ekki hænu, hohohoh) er:
Endilega droppið þar inn ef þið hafið áhuga.
Í dag er ég í fríi og hyggst nota þann frídag til að pakka og hitta og knúsa þá sem mér standa næst, á morgun er kvöldvakt (eða morgunvakt) og þá ætla ég að reyna að knúsa bara eina manneskju! Þá sem ég hitti ekki þangað til á föstudaginn kveð ég hér með, sjáumst eftir 3 vikur, föstudaginn 13. júlí (ég trúi ekki að ég sé að fara að fljúga á þessum degi, stupid stupid) ef mér verður ekki rænt af brjáluðum ættbálki.

I miss the raiiin down in Africa (djö...ég missi af Toto!!)


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker