E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Góðverk
Á meðan ég var að vinna í verkefninu (sem er búið núna, HALLELÚJA!) þá lenti ég tvisvar í skemmtilegum aðstæðum þar sem einhver alveg ókunnugur mér, gerði mér frábæran greiða. Ég held að allir ættu að taka það upp að gera örlítið góðverk á hverjum degi, því að þetta bjargar deginum algjörlega!
Fyrst var það á þungum rigningarfimmtudegi þegar ég var á leið á fund og ég var alltof seinn (SURPRISE) og auðvitað voru engin stæði hjá Landspítalanum. Ég renndi löturhægt framhjá gjaldstæðunum og viti menn! Þar var kona að fara úr stæði alveg við innganginn. Ég var ekki með neitt klink en hugsaði með mér að ég myndi bara borga sektina, frekar en að verða enn seinni. Konan keyrir í burtu en bakkar síðan til baka, steig út úr bílnum og vatt sér að farþegahurðinni á mínum bíl. Á þeim tímapunkti var ég farinn að halda að hún ætlaði að skamma mig fyrir eitthvað. En nei, hún opnaði hurðina, bauð góðan daginn og lét mig fá miðann hennar sem gilti í einn og hálfan klukkutíma í viðbót. Got to love it!
Hitt atvikið var eftir lokasýninguna á Leg, eftir Hugleik Dagsson (brilliant verk, alveg hreint) en ég kom of seint (SURPRISE) og lagði í bílastæðahúsinu á móts við Þjóðleikhúsið. Eftir sýningu var ég vel haltur enda þröngt setið á sýningunni. Í flýtinum gleymdi ég að taka miðann til að borga úr bílnum og sá fram á að þurfa að ganga upp og niður tvær hæðir og upp aftur.
Bílastæðavörðurinn sá angistarsvipinn á mér og sagði mér að keyra bara niður og hann myndi taka við greiðslunni þá. Síðan lét hann alla bíða á meðan að ég borgaði. Ég hefði sennilega hatað þennan ÓMAR S ef ég hefði verið í bílunum fyrir aftan en þessi bílastæðavörður bjargaði kvöldinu!
Þetta voru hvunndagshetjurnar mínar tvær. Takk æðislega, óþekkta fólk!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker