E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Damien Rice - 9

Þetta er hreint út sagt frábær diskur. Mér fannst ekki mikið til hans koma í fyrstu, ég skal viðurkenna það en hann venst rosalega vel og vinnur gríðarlega á. Ég átti erfitt með að trúa því að honum tækist að heilla mig nálægt því jafn mikið og með O en þessi diskur sannar það bara að Damien Rice er snillingur! (Eins og sést er ég engan veginn sammála gagnrýnanda Fréttablaðsins).
Diskurinn byrjar mjög fallega, á laginu 9 crimes sem er fallegur dúett með Lisu Hannigan og píanó- og sellóundirleik. Síðan tekur við einfalt og látlaust lag, The animals were gone, þar sem hann nýtur sín einn og óstuddur. Því næst er lag sem tók mig mjög langan tíma að taka í sátt, Elephant, sem byrjar mjög rólega en verður síðan dáldið tilfinningaþrungið og hátt, á köflum óskiljanlegur texti, en mikil ástríða. Fjórða lagið er fínt og heitir Rootless tree. Það minnir mig að mörgu leyti á lögin á O nema á köflum er reiðin ekki alveg nógu trúverðug og eiginlega stundum slöpp. Því næst kemur ósköp notalegt lag sem heitir Dogs, og minnir mig á lögin á O að mörgu leyti.
Lag númer 6 heitir Coconut skins og er svolítið öðruvísi en mjög hressilegt á skrýtinn hátt. Lag númer 7 er lagið Me, my joke and I, sem er að mínu mati lakasta lag disksins. Það minnir mig samt dálítið á Bolero, byrjar hægt og rólega og svo bætist einn og einn ryþmi eða hljóðfæri við og svo endar það dálítið brjálað. Áttunda lagið á disknum, Grey room, er virkilega vel heppnað og minnir aftur á tónleikaútgáfur af nokkrum lögum síðan á NASA hér um árið.
Næstsíðasta lagið á disknum er uppáhaldslagið mitt á disknum, Accidental babies, en að mínu mati er þar á ferðinni virkilega fallega samið lag, með rólegu og vel útfærðu píanóundirspili þar sem röddin hans fær að njóta sín. Hann klikkir síðan út með rólegum dúett, aftur með Lisu Hannigan, í Sleep, don't weep. Þar fá þau að sýna sig vel saman og er þetta þægilegur endir á góðum disk.


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker