„Búið ykkur undir laaaaaasersjóv.....“
Þetta var án efa einn asnalegasti hlutur sem ég hef séð, þessi lasersjóv sem voru í kvikmyndahúsum fyrir nokkrum árum. Ég fékk alltaf stórkostlegan aulahroll þegar þetta kom, ekki síst þegar tilgreint var að tiltekið sjóv væri í boði Íslandsbanka eða eitthvað álíka. Á tímabili var ég jafnvel farinn að mæta viljandi seint til að sleppa við þetta.
Ég veit ekki af hverju mér datt þetta í hug, vaknaði bara með þessa setningu á heilanum í morgun. Ég er semsagt kominn af smitsjúkdómadeildinni eftir 3 vikna legu (úff, hvað ég vona að ég þurfi aldrei að liggja á sjúkrahúsi aftur) og farinn beint í stórkostlegan próflestur þar sem prófin eru 5. og 10. október. Auk þess er ég svoldið að fara til lækna og í sjúkraþjálfun og svona, bara gaman. Ég verð með hækjurnar í 4-6 vikur og verð líklegast orðinn helmassaður á efri hluta líkamans eftir það en kominn með anorexíulæri, allavegana á vinstri fótlegg.
Ég stefni að því að bjóða fólki í pottinn þegar ég er búinn að jafna mig, a.m.k. nokkrum útvöldum ;)
Jæja, farinn aftur í lesturinn, gamla harkan.
0 Responses to “”
Leave a Reply