E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Húsavík...

.....er nafli alheimsins. Púnktur. Þetta væri nógu góð færsla en mig langar nú að skrifa eitthvað fleira. Ég eyddi tæpum 4 dögum í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa á Húsavík um páskana. Það var yndislegt að venju, veðrið var í Benidorm klassa og bærinn blómstraði. Á laugardagskvöldinu var miðnæturmessa, flugeldasýning og grillað á höfninni klukkan 2 um nóttina. Þetta þótti mér nokkuð merkileg athöfn.
Þegar ég var yngri eyddi ég löngum tíma á Húsavík á sumrin, var þar næstum öll jól og alla páska. Eftir því sem maður eldist gefur maður sér sífellt minni tíma til að hverfa í sveitasæluna, sólina, jarðböðin og stemmninguna á Húsavík og það er miður. Það tekur nú bara 4, 4 og hálfan tíma að keyra og það er nú ekki langur tími. Svo er líka hægt að fljúga til Akureryrar og taka rútuna yfir til Húsavíkur. Ég hyggst heimsækja Húsavík oftar í framtíðinni.
Eini niðurtúr ferðarinnar var þegar ég fékk magakveisu eftir að borða mjöööög gamla og krumpaða pulsu í Shell-skálanum á móti sundlauginni. Síðustu nóttinni eyddi ég því vakandi að trimma fram og til baka af klósettinu. Ferðin fær samt í heildina 9,5; 0,5 kemur í frádrátt fyrir magakvalirnar.

En aðeins að öðru. Mikið finnst mér gott að hún Terri Schiavo hafi fengið að kveðja þennan heim í dag. Það er ekki hægt að láta fólk vera fangið í eigin líkama í hálfgerðu dauðadái að eilífu. Svo má kannski deila um það hvort hægt hefði verið að framkvæma þessa aðgerð á annan hátt en að láta hana beinlínis svelta til dauða. Það hefði kannski verið hægt að gera það á mannúðlegri hátt. En ég vona að hún hafi nú fundið sinn frið.


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker