Húsavík...
.....er nafli alheimsins. Púnktur. Þetta væri nógu góð færsla en mig langar nú að skrifa eitthvað fleira. Ég eyddi tæpum 4 dögum í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa á Húsavík um páskana. Það var yndislegt að venju, veðrið var í Benidorm klassa og bærinn blómstraði. Á laugardagskvöldinu var miðnæturmessa, flugeldasýning og grillað á höfninni klukkan 2 um nóttina. Þetta þótti mér nokkuð merkileg athöfn.
Þegar ég var yngri eyddi ég löngum tíma á Húsavík á sumrin, var þar næstum öll jól og alla páska. Eftir því sem maður eldist gefur maður sér sífellt minni tíma til að hverfa í sveitasæluna, sólina, jarðböðin og stemmninguna á Húsavík og það er miður. Það tekur nú bara 4, 4 og hálfan tíma að keyra og það er nú ekki langur tími. Svo er líka hægt að fljúga til Akureryrar og taka rútuna yfir til Húsavíkur. Ég hyggst heimsækja Húsavík oftar í framtíðinni.
Eini niðurtúr ferðarinnar var þegar ég fékk magakveisu eftir að borða mjöööög gamla og krumpaða pulsu í Shell-skálanum á móti sundlauginni. Síðustu nóttinni eyddi ég því vakandi að trimma fram og til baka af klósettinu. Ferðin fær samt í heildina 9,5; 0,5 kemur í frádrátt fyrir magakvalirnar.
En aðeins að öðru. Mikið finnst mér gott að hún Terri Schiavo hafi fengið að kveðja þennan heim í dag. Það er ekki hægt að láta fólk vera fangið í eigin líkama í hálfgerðu dauðadái að eilífu. Svo má kannski deila um það hvort hægt hefði verið að framkvæma þessa aðgerð á annan hátt en að láta hana beinlínis svelta til dauða. Það hefði kannski verið hægt að gera það á mannúðlegri hátt. En ég vona að hún hafi nú fundið sinn frið.
0 Responses to “”
Leave a Reply