E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Dag einn í Reykjavík!

Dagurinn byrjaði eins og ósköp venjulegur laugardagur með skúrum á köflum. Enginn gat séð hörmungarnar fyrir. Klukkan 11.15 reið skjálftinn yfir og mældist hann 6,3 á Richter. 37 manns slösuðust, þar á meðal ég. Reykinn lagði yfir og ég leit yfir svæðið á meðan ég hélt í vonina um björgun. Á móti mér lá maðurinn á hjólinu sem ég hafði mætt stuttu áður, einhvern veginn hafði hann endað flæktur í hjólið með iðrin úti. Hann var við það að missa meðvitund. Nær mér lá strákur, á að giska tvítugur, fastur undir steini og rotaður. Sjálfur gat ég ekki hjálpað þar sem ég lá undir bretti og öðru lauslegu fargi og var hættur að finna fyrir löppinni.

Allt í kringum mig var fólk að öskra, fólk að hlaupa, fólk að leita að ástvinum sínum. Ung kona hljóp um í hysteríukasti að leita að kærastanum sínum, Árelíusi. Hann fannst hvergi. Fyrir aftan mig og allt um kring var fólk með beinbrot, höfuðáverka og skurði. Sérstaklega var strákurinn sem var fastur í sleðanum fyrir aftan mig illa særður, en það vantaði á hann höndina við úlnlið.

Loksins komu læknarnir og björgunarsveitarmennirnir. Ég var að missa meðvitund og það sama átti við um marga á slysstaðnum. Einhver kom og hristi mig og spurði mig að nafni. Ég svaraði og fékk á mig rauðan miða sem á stóð „brátt - forgangur 1“. Ég fékk teppi en það dró lítið úr kuldanum. Tilfinningin í löppinni var farinn. Ég var farinn að detta út og það síðasta sem ég man var niðurtalningin „1-2-3“ og ég var kominn á börurnar.

En það var of seint!

Þennan dag dó ég, ásamt nokkrum öðrum. Banamein mitt var blóðeitrun.

---------------------------------------------------------------------------------
Saga þessi er ekki brot úr fyrstu skáldsögunni minni, sem stefnt er á að koma út fyrir jól. Þetta er raunsönn lýsing á þeim atburðum sem áttu sér stað á Stórslysaæfingu læknanema 2005 sem fór fram uppi á Malarhöfða í dag. Dagurinn byrjaði í sminki klukkan 9 (sminkið var geðveikt raunverulegt... hrós fá meðlimir Hjálpasveitar skáta og björgunarsveitanna sem sáu um það) og endaði klukkan hálf 4 með pizzuveislu og yfirferð á æfingunni. Þess á milli lágu jarðskjálftafórnarlömbin í 2 til 2 og hálfan klukkutíma í misjöfnum stellingum á víðavangi.
Þetta var frábær skemmtun og fróðleg mjög!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker