Síðasta kall í flug til Orlando!
Vá! Það hlýtur að vera einhvers konar met sem líður á milli færslna minna í desember og þykir mér miður. Nú sit ég og skemmti mér í alþjóðlegum hópi í Saga Lounge á Keflavíkurflugvelli þar sem ég er að fara að fljúga til Orlando eftir hálftíma... og það á SAGA CLASS :) Í fyrsta skipti á ævinni, mjög gaman.
Í Orlando ætla ég að eyða jólunum í afslöppun og golf með fjölskyldunni minni og ég hlakka mikið til en þau fóru út fyrir viku og eru þegar orðin brún og sæt (en ég er skjannahvítur og sætur).
Afmælið tókst æðislega vel, allavegana frá mínum bæjardyrum séð og vil ég þakka öllum sem komu fyrir komuna, gjafirnar og samveruna (væmið, ég veit).
En allavegana, we wish you a merry Christmas, we wish you a merry Christmas, we wish you a merry Christmas, and a happy new year!
Ég er farinn og sé ykkur öll á nýju ári.
P.s. Ég skal reyna að blogga í fríinu en lofa engu.
0 Responses to “”
Leave a Reply