„Ja, detti mér allar dauðar lýs úr höfði...“
Nú er hið ómögulega, en jafnframt hið óumflýjanlega að gerast. Það sem gerist alltof snemma á hverju ári og alltaf jafn óvænt. Sumarið er að verða BÚIÐ. Það er merkilegt en ég er mjög glaður með að það hafi endað í þessari líka bongóblíðu!! Veðrið er búið að vera frábært, meira að segja of frábært þar sem ég vinn á skrifstofu og það er vægast sagt sveitt að vera í innivinnu í þessu veðri. Við erum búin að lifa á gosi og ís í þessari viku og ég er alltaf búinn að mæta í stuttbuxum og stuttermabol. Reyndar fengum við frí eftir hádegi á mánudag og fimmtudag svo það var bót í máli.
Veturinn verður samt áreiðanlega góður.
Helgin var í alla staði mjög góð. Á föstudaginn var farið í kveðjupartý til Snæbjarnar en hann er að fara til Danmerkur í nám á fimmtudaginn. Honum óska ég góðs gengis. Á laugardaginn voru síðan kosningar í Heimdall þar sem minn maður, Bolli Thoroddsen, vann og er hann því formaður nýrrar stjórnar þar. Honum óska ég einnig góðs gengis. Stjórn hans hélt síðan brjálað skemmtilegt partý á Pravda þar sem dansinn dunaði fram á rauða nótt. Það var gaman.
Merkilegt hvað maður getur bloggað lítið á sumrin, frjóar hugmyndir virðast eiga eitthvað erfitt með að komast á blað (þ.e. tölvuskjá) í hitanum...
Það sem mér þykir merkilegt er að nú fer 2000 heimsóknin að detta inn á teljarann hér til vinstri. Sá sem verður númer 2000 má gjarnan láta mig vita og verðlaunin eru stórkostlegur koss á kinnina (eða gott handaband, eftir því hvort er viðeigandi)!
Bis später.
0 Responses to “”
Leave a Reply