E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



„Tveir fyrir einn“

Í fyrradag fór ég í þvílíkt skemmtilega grillveislu/kveðjuveislu þar sem Hulda, vinkona mín síðan ég byrjaði í MR, er að flytja út til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Lidingö, í næstu viku. Það er svo skrítið að margir vina manns séu að flytja út en ég vona að þeir hafi það allir gott. Þessi grillveisla sem um ræðir var „surprise“ þar sem Hanna og Ásdís fóru kappklæddar, með grunsamlegar derhúfur og fleira, niður í bæ og rændu Huldu þar sem hún kom í sakleysi sínu úr vinnunni. Þær tóku hana inn í bíl og setti einhvern HUGE poka á hausinn á henni og keyrðu Hafravatnsveginn upp í Mosó til að rugla Huldu. Á meðan biðum við eftir þeim heima hjá Hönnu og svipurinn á Huldu þegar þær tóku af henni pokann var óborganlegur :)

Grillveislan mikla var þannig að allir komu með eitthvað á grillið og ég þóttist nú góður þegar ég komst í tveir-fyrir-einn tilboð á hamborgurum í Júróprís og í sveitamennskusakleysi mínu (ég kem nú frá Húsavík) flaug ég með stjörnurnar í augunum út úr búðinni. Þvílíkt tilboð, átta hamborgarar á 300 kall!! Flugið var stutt, það varð brotlending í eldhúsinu hjá Hönnu. Þegar ég opnaði hamborgarana voru þeir ekki rauðir og flottir, heldur meira út í brúnt/rauðbrúnt og lyktin eftir því. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði látið narrast af gylliboði norska auðvaldsrisans en stolt mitt er óendanlegt og ég ákvað að játa mig ekki sigraðan heldur ofkryddaði og grillaði fjóra hamborgara. Einn þeirra fór ofan í minn maga en hinir í ruslið og þegar heim kom söfnuðust hinir fjórir (í óopnuðum umbúðunum) líka til feðra sinna. Sorglegt en satt (sad but true).

Þessi litla dæmisaga kennir okkur að ekki er allt gull sem glóir; sumt gull er myglað og skemmt.


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker