Gamla handboltaharkan!
Þegar móðir mín var „yngri“ (hún les þetta svo ég má ekki segja orðið ung) keppti hún í handbolta. Hún þótti bara nokkuð góð og komst Völsungur (sem er hið geysifræga lið frá Húsavík) í úrslit á Íslandsmeistaramótinu. Spennan var í hámarki, endirinn æsispennandi og staðan var
1-1
þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka. Nei, ég er ekki að grínast, staðan var 1-1 í handboltaleik. Mamma fékk boltann í hendurnar og geystist sem eldibrandur ein upp völlinn og lýsingin gæti verið á þessa leið: „Hólmfríður Ómarsdóttir fær boltann þegar 10 sekúndur eru eftir, hún geysist upp völlinn, Hólmfríður stekkur upp og NEEEIIII, hún skýtur beint í magann á markverðinum og þar með lýkur venjulegum leiktíma“.
Skemmst er frá því að segja að hitt liðið vann í framlengingu, 2-1.
0 Responses to “”
Leave a Reply