Omar = Arabi??
Eins og flestir vita þá er Omar arabískt nafn að uppruna og náði útbreiðslu á Íslandi á 20. öld.
Einnig vita margir að margir „vondukallar“ (
e. Bad guys) í heiminum í dag bera þetta nafn, oft sem annað eða þriðja nafn.
Sumir hafa kannski tekið eftir því að ég kalla mig oft Mullah eða Mohammed Omar á MSN í gríni en þetta eru tvö nöfn sem voru mikið í fréttunum fyrir einhverju síðan.
Þetta voru þrír fróðleiksmolar sem eru nokkurs konar inngangur í söguna mína. Um daginn fékk ég mér nefnilega
Skype og Google talk eftir að
Ásdís Eir prómóteraði þessi forrit fyrir mér. Þau eru gríðarlega sniðug og gera fólki kleyft að tala saman eins og í gegnum síma, jafnvel á milli landa, án þess að sprengja símareikninginn. Sneðugt!?
Ég vissi ekki um neitt gott notendanafn á Skype og auðvitað var Omar upptekið, svo ég ákvað að prófa eitthvað skemmtilegra.MullahOmar var upptekið svo að MohammedOmar varð fyrir valinu. Allt gott og blessað með það svosem en fyrir viku byrjaði ég fyrst að nota það og láta það opnast í hvert skipti sem ég fer í tölvuna. Þá fór ég að taka eftir undarlegum hlutum. Forritið virkar svipað og MSN og þarf maður að samþykkja alla þá sem vilja spjalla við mann og getur leitað að vinum sínum eftir t.d. nafni og séð hvort þeir séu „skype-arar“. Mohammed og Omar virðast vera algeng leitarnöfn hjá fólki um allan heim og sérstaklega í Arabalöndunum. Á miðvikudaginn í síðustu viku reyndu t.d. 3 einstaklingar að hafa samband við mig. Einn þeirra var frá Armeníu, einn frá Jórdaníu (sem hét Allah- og svo einhver ending sem ég man ekki) og einn frá Egyptalandi. Daginn þar á eftir voru það tveir sem höfðu arabísk tákn í nöfnunum sínum og annar þeirra hringdi í mig án þess að ég væri búinn að samþykkja hann sem ég vissi ekki að væri hægt...
Nú er þrennt sem ég get gert í stöðunni:
- Hætt að nota þetta nafn og sótt um annað á Skype.
- Haldið áfram að blokka fólk sem ég þekki ekki (og er greinilega að leita að Mohammed)
- Leyft þessu fólki að hringja í mig og styrkt mínar arabísku rætur.
Allir þessir kostir eru raunhæfir en ég held ég hætti strax við kost númer 1, þar sem að ég er hrifinn af þessu nafni og finnst þetta auk þess svolítið fyndið. Líklegt er að ég haldi mig við kost númer 2 í einhvern tíma í viðbót og sjái svo til hvort að kostur númer 3 sé ekki sniðugur. Eini gallinn við hann er að maður hættir á að lenda í einhverjum geðsjúklingi....en það gæti jafnvel verið gaman.
Ég hugsa að ég fari bráðum að komast á lista hjá CIA vegna óeðlilegra tengsla minna við arabaheiminn...stay tuned!
0 Responses to “”
Leave a Reply