E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



„If you knew that you would die today [...] would you change?“
Change - Tracy Chapman

Eins og ég hef oft bloggað um áður þá hlusta ég á tónlist mestan hluta dagsins. Á morgnana „vakna“ ég (lesist: ligg og dorma í rúminu á meðan tónlistin vekur alla hina í húsinu) við tónlist úr gríðarlega fallegu vekjaraklukkunni minni (samt engin Clocky sko). Þegar ég loksins stend upp set ég stundum á iPodinn í Harman Kardon græjunum og hlusta á eitt gott lag á meðan ég bý um. Þar sem ég vakna mjöööög sjaldan á réttum tíma skýst ég yfirleitt út án þess að borða. Í bílnum tekur við meiri tónlist, ýmist af diskum eða úr iPodnum í gegnum Monster útvarpssendinn. Ég hlusta örsjaldan á útvarpið enda hentar engin stöð mér sérstaklega eftir að Gullið lagðist af hér um árið. Oftast eru samt 9,77; 89,5; Létt eða 104,5 ágætar en talið á milli truflar mig. Í skólanum er vitaskuld ekki hægt að hlusta á tónlist og kennarann á sama tíma (því miður) þannig að þar fer ég í smá pásu.
Seinna um daginn fer ég yfirleitt að vinna eitthvað, læra, gera skýrslu eða undirbúa fyrirlestra og þá er tónlistin alltaf í gangi, oft í elskulegu Sennheiser heyrnartólunum mínum sem ég keypti í Búdapest. Ef að sá gállinn er á manni fer maður í ræktina og hlustar á Muse í fullri keyrslu á hlaupabrettinu. Síðan tekur ferðin heim við með ljúfri músík í lok dags. Í þau skipti sem ég fer að skúra, sem ég geri með Kára og Sigrúnu þá er iPod nano alltaf á hendinni á mér og lagalistinn Party oftar en ekki í gangi. Þegar ég leggst á koddann (sem er yfirleitt um 1-2 leytið sem skýrir kannski vakningarvandann) þá syngja Damien Rice, Leonard Cohen og Tindersticks mig mjög oft í svefn. Þá kemur sér vel að geta stillt iPodinn á að slökkva á sér eftir korter eða hálftíma. Yfirleitt er ég samt sofnaður innan 3 mínútna.

Nú er ég búinn að gera heillanga færslu sem átti bara að vera smáinngangur í aðalfærsluna sem útskýrir titilinn. Það er nefnilega svo frábært að hlusta á góða texta sem hafa einhverja þýðingu, vekja upp einhverjar tilfinningar eða eru nógu eftirminnilegir til að maður rauli þá fyrir munni sér lengi á eftir. Það eru nefnilega til textar og lög fyrir næstum hvaða tilefni, tilfinningu eða dagsform sem við á. Einn slíkur textabútur vakti mig til umhugsunar en hann er í titlinum. Þetta er úr laginu Change með Tracy Chapman.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort maður myndi breyta einhverju, gera eitthvað öðruvísi eða upplifa eitthvað nýtt ef maður vissi að maður ætti bara ákveðinn tíma eftir á jörðinni. Það er fullt af fólki í heiminum í dag sem fær t.d. að vita að það þjáist af banvænum sjúkdómum og fær að vita að það eigi bara ákveðið langt eftir ólifað. Síðan er fólk sem vinnur þannig vinnu að það leggur sig í lífshættu á hverjum degi og menn sem bíða dauðarefsingarinnar og vita fyrirfram dagsetninguna langt fram í tímann en geta að sjálfsögðu ekkert gert í fangelsinu. Einnig er (því miður) til fólk í heiminum í dag sem ákveður að drepa sig og marga aðra í leiðinni í sjálfsmorðsárásum í nafni einhvers sem það trúir á. Þetta fólk er væntanlega búið að plana það langt fram í tímann og veit því að á ákveðnum degi mun það deyja.
Þegar að ég hef velt þessu fyrir mér þá kemst ég alltaf að sömu niðurstöðu varðandi mig persónulega. Ég hef reynt að lifa eftir þremur (reyndar fjórum) meginreglum sem mamma og pabbi settu mér frá unga aldri. Þessar reglur eru:

  1. Þú getur allt sem þú ætlar þér.
  2. Vertu þú sjálfur þannig ert þú bestur.
  3. Ekki gera neitt sem þú kemur til með að sjá eftir.

Þetta er hin heilaga þrenning en síðan er ein regla sem var ekki hluti af þrenningunni:

  • Aldrei fara ósáttur að sofa, leystu ágreininginn áður en þú sofnar.

Ég held að ef maður lifir samkvæmt einhverjum ákveðnum lífsreglum og -gildum, þá geti maður svarað spurningunni í titlinum neitandi. Að minnsta kosti myndi ég ekki breyta neinu í mínu lífi ef ég fengi að vita að dagurinn væri runninn upp. Þeir sem hafa ef til vill gert eitthvað sem þeir sjá eftir (líkt og þeir sem sitja á dauðadeildum) myndu hugsanlega vilja fara til baka og breyta því þó að það sé að vitaskuld ekki hægt.
Ég hugsa samt að ef ég fengi X tíma úthlutað, þá myndi ég vilja prófa fullt af hlutum, fara í fallhlífarstökk, heimsækja allar heimsálfurnar 7, fara í djúpsjávarköfun og halda eitt risastórt partý þar sem ég myndi skemmta mér með öllum sem ég elska og dái í þessum heimi.

p.s. Ef einhver nennti að lesa þetta allt þá langaði mig bara að benda á að hægt er að ná í lagið Change með því að velja copy link eða smella á lagið hér fyrir ofan til að hlusta.


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker