Helgin var spes......nanoinn minn „bilaði“ (kominn í lag núna, fáir útvaldir fá að vita hvað gæsalappirnar tákna)
...ég gleymdi að tippa í frændaleiknum þannig að ég á ekki séns í 40 þúsund kallinn
...ökklinn er hálfónýtur eftir fótboltann á föstudaginn
...ég og Kalli fórum galvaskir í ræktina á ókristilegum tíma á laugardegi, bara til þess að gribban í móttökunni gæti sagt okkur að ræktin væri lokuð
...ég negldi höfðinu á mér í horn á veggnum við það að taka borðið í stofunni í sundur. Nú er ég með fallega misfellu á enninu
Þrátt fyrir þetta var helgin barasta hin besta, ég fékk að vera með góðu fólki og læra ekki neitt (hóst, ekki í fyrsta skipti, hóst). Ég naut þess í botn að fara út að borða, á Idol og horfa á mynd með fallegri og frábærri stelpu, fór í afmæli hjá Hönnu Rut (gríðarlega góðar veitingar, takk fyrir mig) og fyrstu æfingu hjá Kammerkór MR. Kórinn hljómaði mjög vel miðað við fyrstu æfingu og lítur þetta mjög vel út. Ég vil hvetja alla MR-inga, og reyndar aðra líka þar sem að það laumast einn og einn utanskólasöngvari með okkur, til að mæta. Bara láta mig vita fyrst í síma 822-4466 eða bara í kommentakerfinu. Svo má líka fara inn á
óopinbera heimasíðu Kórsins. Þar má finna einhverjar nánari upplýsingar.
Þegar ég skoða þetta í heild sinni var helgin bara nokkuð góð, eins og oftast. Ég er afskaplega heppinn að þekkja svona mikið af góðu og skemmtilegu fólki. Þið vitið hver þið eruð! Og þið eruð æðisleg :)
0 Responses to “”
Leave a Reply