E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ég elska...

...að gefa gjafir og auðvitað finnst mér frábært að fá gjafir líka. Að gefa gjafirnar gerir þó meira fyrir mig, þar sem það er svo skemmtilegt að gleðja aðra og sjá undrunar- og ánægjusvipinn í andlitunum á þeirra sem maður gefur.
Ég á það mjög oft til að gefa frekar gjafir sem eru fyndnar heldur en gjafir sem hafa eitthvað rosalegt notagildi. Þetta á þó frekar við afmælisgjafir heldur en jólagjafir, þar sem að þær síðarnefndu verða oft svona „hátíðlegri“. Síðustu tvö ár hef ég verið á Flórída yfir jólin og því gef ég hluta jólagjafanna þegar ég kem heim og þá er hluti jólaglansins og alvarleikans horfinn. Því hefur það æxlast þannig að Ásdís Eir hefur síðustu tvö ár fengið mjög ópraktískar (en flottar auðvitað) jólagjafir. Í hitteðfyrra var það garðálfurinn mikli:


Hann virkar mjög stór á þessari mynd en í rauninni stendur hann í lítilli hillu. Þessi garðálfur (garden gnome) var auglýstur fyrir fólk sem hafði aldrei átt garð og öfundaði vini sína af görðunum sínum (og garðskrauti). Núna er álfurinn í París en hægt er að skipta bakgrunninum út þannig að hann sé út í sveitasælunni og upp í fjöllum. Svo var fjórði bakgrunnurinn en ég man ekki hvernig hann var. Sérstaklega hentug uppfinning :)
Síðustu jól var jólagjöfin svo keypt í búðinni Banana Moon í Notting Hill í London. Gjöfin kallaði á mig úr hillunni, þetta var akkúrat það sem Ásdísi vantaði:


Uppblásni eiginmaðurinn hefur nú þegar vakið mikla lukku og hafa þau bundist miklum trúnaðarböndum. Meira að segja hafa þau bundist það miklum böndum að fyrsta kvöldið fékk hann gat á vinstri rasskinnina. Við hvaða aðstæður veit ég ekki en hann hlaut nafnið Loðvík út af fínu bringuhárunum sem hann ber. Eins og stendur á pakkanum er hinn fullkomni eiginmaður hér á ferð þar sem að hann hefur alla þá kosti að bera sem prýða þann mann:

  • Öllum vinum þínum líkar vel við hann
  • Foreldrum þínum líkar ráðahagurinn vel
  • Alltaf til þjónustu reiðubúinn
  • Horfir ekki á fótbolta
  • Alltaf trúr þér og bara þér
  • Og hann flýtur!!

Það sem stóð hinsvegar ekki á pakkanum var að þetta er rauðhærður dvergur, um 100 cm á hæð. En það er allt í lagi, þetta eru 100 cm af hinum fullkomna karlmanni sem er kannski meira en 200 cm af venjulegum meðaljóni. Hvað næstu jól bera í skauti sér veit enginn....stay tuned ;)


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker