Frábýkúl
Þetta er nýyrði sem ég ætlaði að reyna að koma inn í íslenska orðabók í næstu útgáfu. Orðið er samsett úr þremur lýsingarorðum og sparar þetta því mikinn tíma.
Orðin þrjú eru frábært, ýkt og kúl og eins og allir vita þá notar fólk þessi orð alltaf saman. Ímyndið ykkur hvað allt verður auðvelt. T.d. „Hvernig var myndin?“ „Hún var frábær, ýkt og kúl!“ Þetta er nú nokkuð óþjált. Miklu þjálla væri að segja „Hún var frábýkúl!“
Bara pæling...
0 Responses to “”
Leave a Reply