E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Mannanöfn

Já, ég var að enda við að kíkja á vef Mannanafnaskrár á Íslandi. Það er áhugaverð lesning og hef ég verið að velta fyrir mér hvort ekki eigi að senda fólkið í Mannanafnanefnd í lyfjapróf fyrir fundi, það hlýtur að vera allt fullt af ofskynjunarlyfjum í þeirra hópi.

Dæmi um nöfn sem hafa verið bönnuð eru: Arnarr, Ólaf, Niels og millinafnið Eðvald (sbr. Jón Eðvald, stórmeistari og Pezkall) hjá strákum. Hjá stelpunum eru t.d. nöfnin Annalísa, Gígja og Kæja (auk kvenmannsnafnsins Örn sem ég skil ekki alveg).
Sum þessara nafna eru kannski ekki alveg fallegustu nöfn í heimi (mér finnst þó Arnarr og Eðvald t.d. mjög fín) en þau eru þó MUN skárri en nöfnin sem eru leyfð.

Dæmi um karlmannsnöfn sem má skíra eru: Austri, Ásröður, Bambi, Bjólan, Díómedes, Dónaldur, Dufþakur, Ebenezer, Fífill, FRITZ, Gizur, Gígjar og Gýgjar, Haddur, Hlégestur, Jack, Kjallakur, Kópur, Leiðólfur, Lýtingur (talandi um að vera vondur), Ljótur, Muggur, Marijón, Neptúnus, Nóvember, Príor, Röðull, Saxi, SKÚTA, Trúmann, Úranus, Vopni, Ýrar og Þiðrandi.

Síðan má skíra stelpur m.a.: Alfífa, Bengta, Bil, Brák, Dimmblá, Drótt, Enóla, Fema, Grét, Gæflaug, Kapitola, Októvía, Petrónella, Sigurbirna, Sylgja, Tala, Tóka, Úa, Véný, Þoka, Ægileif og Örbrún.

Millinöfnin eru mun skemmtilegri: Espólín, Falk, Gnurr, Har, Íshólm, Ljós, Loðmfjörð, Ósmann, Reynholt, Önfjörð og Örbekk eru þar á meðal.

Mig langar mikið að skíra verðandi son minn Fritz Gnurr Ljós Ómarsson (það má hafa tvö milliöfn, sko) og dóttur mína Alfífa Espólín Ómarsdóttir.

Er fólkið ekki að grínast??? Ég er allavegana sáttur við að heita "bara" Ómar Sigurvin.

p.s. Bara sex dagar í Grettuna 2007 (sbr. nýjan og stórskemmtilegan haus á síðunni) :)


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker