E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Útlitsdýrkun

Um áramótin ákvað ég að reyna að gera eitthvað í mínum málum, þar sem ég hef aldrei verið þyngri (líkamlega) en þá. Einnig þurfti ég að reyna að ná upp fyrri kröftum í veika fætinum en það hefur gengið svona upp og niður síðasta hálfa árið.
Ég fór og keypti mér árskort í World Class, allt gott og blessað og byrjaði að fara 3-4 sinnum í viku, oftast í Laugar. Þetta er frábær stöð og alveg ótrúlega gott að æfa þarna, þó að þetta sé kannski í það stærsta. Það sem mér fannst fyndnast við að byrja að æfa aftur í líkamsræktarstöð var að fylgjast með fólkinu og þeim leiða ávana sem sumt fólk hefur. Ávaninn felst í því að vera ALLTAF að horfa á sjálfan sig í spegli, bæði við æfingar og þegar ekki er verið að gera æfingar. Auðvitað er það skiljanlegt að sumir vilji sjá sig við æfingar, þar sem að það getur hjálpað manni að gera þær rétt. Það sem ég skil hins vegar ekki er þegar fólk horfir endalaust oft í spegil þegar það er í hvíld. Er það ekki bara narcissismi (sjálfsdýrkun)?
Til dæmis var (þangað til fyrir helgi, veit ekki hvort það kemur aftur) spegill í hverjum einasta skáp í Laugum (allavegana í karlaklefanum :) ) og kom það mjög oft fyrir að sama manneskjan leit í spegilinn þegar skápurinn var opnaður, aftur þegar að hann var kominn úr fötunum og einu sinni enn þegar að hann var kominn í æfingarföt. Svo þegar upp í salinn var komið, þá var tekið létt session sem fól meðal annars í sér að horfa í spegilinn svona 30 sinnum. Eftir æfingar fór viðkomandi niður í klefa, speglaði sig í/úr fötum og fyrir/eftir sturtu og loks þegar að í fötin var komið. Ég giska á að sami tími hafi farið í upphitun/brennslu og að spegla sig.
Svo er líka fyndið að fylgjast með körlum sem æfa í stöðinni, sérstaklega þegar sætar stelpur labba framhjá. Þá skyndilega fara þeir að lyfta áður óþekktum þyngdum (samt bara einu sinni eða tvisvar í mesta lagi). Stelpurnar í ræktinni eru spes kafli útaf fyrir sig, sérstaklega þær sem að mála sig ÁÐUR en þær fara á hlaupabrettið og setja á sig ALLA skartgripi sem að þær koma fyrir á sig. Það er samt spurning hvort að það sé ekki ágætis líkamsrækt, ég meina þetta virkar bara eins og að vera með 2 kílóa handlóð;)

Talandi um útlitsdýrkun þá hefur fólkið sem vill senda mér ljótar grettumyndir af sér 9 daga til þess (með deginum í dag). Og sama hversu ljót grettan verður, þá get ég lofað ykkur að þið eruð mun fallegri en spegladýrkandi ljósabekkjafólkið í Laugum!

p.s. Ég veit að maður á ekki að monta sig en mér fannst ég verða að segja frá því að ég léttist um 3,2 kg í janúar. Bráðum verð ég helmassaður og elgtanaður og alltaf að kíkja í spegil!!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker