E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ferðasagan mikla - Tónleikarnir

Fimmtudagurinn 29. júní - Dagur 5
Loksins, loksins, hugsuðu flestir Hróarskeldugestir þennan daginn. Tónleikarnir byrjuðu og fórum við auðvitað strax á svæðið. Þarna erum við á fyrstu tónleikunum, Magtens korridor. Þarna var sólin ekki alveg komin, en veðrið þó allt að batna.


Seinna um daginn sáum við svo Jenny Wilson smá, Ruben Ramos & The Mexican revolution (góðir), 2-3 lög með Clap your hands say yeah, Guns 'n' roses og loks Sigur rós. Guns 'n' roses sökkuðu, komu aaaallltof seint og tóku sér langar pásur, auk þess sem Axl Rose var falskur og raddlítill. Svo að við ásamt mörgum, mörgum öðrum fórum og troðfylltum Arena svæðið og hlustuðum á geggjaða tónleika með Sigur rós, æði, æði. Þeir fengu bestu dóma dagsins í Festival avisen. Þessi mynd er tekin af 70-80 þúsund manns að bíða eftir Axl Rose. Einn maður var með fána sem á stóð "Axl Rose, you WERE my hero". Lýsir vel stemmningunni sem var í hans garð. Á Guns 'n' roses tónleikunum var komið geggjað veður og hélst svoleiðis út ferðina :) Brrrrjálað!

Á meðan við biðum eftir Guns 'n' roses sneri ég mér við og sá þennan mann sem var ALVEG eins og Cuba Gooding Jr., nema bara nokkrum tónum ljósari. Það endaði í miklum vangaveltum og hlátri og tilheyrandi vandræðalegheitum og var kallinn kominn alveg í kleinu. Við kórónuðum það síðan með því að Ásdís bað um að fá mynd með honum og ég vorkenndi karlinum svo mikið að ég bað ekki einu sinni um nýja mynd þegar ég vissi að hann var með lokuð augun. En hann var mjög líkur honum með opin augun...


Föstudagurinn 30. júní - Dagur 6
Þennan dag var geeegjað veður, við vöknuðum í svitabaði og beint út að borða og svo á tónleikasvæðið þar sem fyrstu tónleikarnir á þéttskipuðum degi voru kl. 15, með Mörthu Wainwright. Sándið var lélegt og fullt af fólki að blaðra svo við færðum okkur um set og hlustuðum á plötusnúðana í Birdy Nam Nam, sem voru brjálað góðir og komu manni í mjög gott stuð fyrir daginn. Þessi mynd er tekin af okkur fyrir utan Metropol tjaldið og þarna er Ásdís nýbúin í fyrstu og EINU sturtunni sinni á hátíðinni (ég fór tvisvar).


Tónleikastuðið hélt áfram allan daginn, Kaizers Orchestra voru góðir, urðum að fórna Morrissey fyrir mat og Rufus Wainwright og sé ég ekki eftir því. Rufus var frábær og ekki spillti fyrir að systir hans kom og söng með í nokkrum lögum. Þau voru frábær saman. Síðan fórum við að hlusta á Bob Dylan og ná í ókeypis póstkort og var þessi mynd tekin fyrir framan póstkortastandinn. Gríðarleg stemmning!!


Í stað þess að hlusta á alla Bob Dylan tónleikana, þar sem við nutum þess ekki í botn, vorum mjög langt frá og mikil læti í fólki, fórum við í kúlutjaldið hvaðan ekkert heyrðist en fólk dillaði sér í brjáluðum takti. Þetta var nánast dáleiðandi og þegar við sáum Braga Pál koma út, dillandi mjöðmunum eins og svertingjakona þá urðum við bara að fara inn og prófa þetta. Þetta er nefnilegast hljóðláta diskótekið, þar sem allir fá heyrnatól sem nema sömu bylgjuna svo allir hlusta á sama lagið. Síðan dansar fólk eins og vitleysingar og syngur með, svo að ef þú tekur af þér heyrnatólin heyrirðu bara öskur eins og "I looooove rock and roll" o.s.frv. Þetta var frábær skemmtun en eftir þessa upphitun ákváðum við að við þyrftum bráðnauðsynlega að vera fremst á Scissor sisters og dansa af okkur eins og 1,5 kíló af svita.


Þetta var ákvörðun sem að ég kem sko ALDREI til með að sjá eftir. Við sátum í rúmlega klukkutíma (nær 1 og 40 mínútum) og biðum eftir þeim í góðu yfirlæti þar sem ég og Ásdís gerðum okkur m.a. að fíflum með því að hlusta á og syngja I will always love you með Dolly Parton. Á tímabili þóttist Anna vera dönsk og vera að fara ein á Scissor sisters. Loks komu þau á sviðið og voru G-E-G-G-J-U-Ð!! Ég hvet alla til að sjá þessa hljómsveit á sviði, love it, love it, love it.

Sjóvið var skemmtilegt, mikið um ljós, hávaða og brjálaða dansa. Þau voru líka ótrúlega flott og sexý á sviðinu og náðu upp geggjaðri kvöld/næturstemmningu. Svo ég vitni í þau, þá voru þau "filthy and gorgeous". Ég fór af þessum tónleikum með eitt stærsta bros á andlitinu sem ég hef verið með lengi!


Laugardagurinn 1. júlí - Dagur 7
Þessi dagur var rólegur, tónleikalega séð og því var tilvalið að fara til Roskilde og fá sér góða pizzu og kók sem þar er framreitt í stærstu glösum Danmerkur, held ég barasta. Yndislegt að skella í sig tæpum líter af ísköldu kóki og yndislegri pizzu á Vagabondo's og fá að nýta sér geysigóða klósettaðstöðu í leiðinni (kannski ekkert frábær en mun betri en gömlu góðu kamrarnir..hehe).


Við misstum af Deftones, sáum held ég 1-2 lög og fórum svo á Josh Rouse sem mér fannst geggjað góður. Svo afrekaði ég að sofna aðeins undir "ljúfum" tónum Primal scream og síðan var það Under byen sem var mjög góð, svona blanda af Björk og Sigur rós. Virkilega ágæt dönsk hljómsveit. Loks var það Kanye West sem söng okkur í svefn og var hann virkilega, virkilega skemmtilegur. Mjög fínn náungi og hress á sviði. Hann sagði okkur m.a. að uppáhalds lagið sitt í heiminum væri Take on me með A-Ha. Merkilegt! Eins og sést á meðfylgjandi mynd var næturveðrið yndislegt og húmorinn í lagi! Þetta var mjöög skemmtilegur dagur!


Sunnudagurinn 2. júlí - Dagur 8
Þarna erum við ekki búin að fara í sturtu í svoldið langan tíma og ég var í gönguskóm allan daginn svo það RAUK af fótunum á mér þegar ég fór úr þeim, hvort það var hiti, sviti eða hreinlega fýla veit ég ekki en þetta var frekar nasty.


Við tókum saman tjaldið að mestu áður en tónleikar dagsins byrjuðu en fórum síðan í brjáluðu veðri, 28 stiga hita og logni og sáum smá af Jenny Lewis & The Watson twins, fórum á Strokes sem voru virkilega góðir og helminginn af Franz Ferdinand (brjálað góðir að vanda). Að lokum sáum við The Raconteurs sem er önnur hljómsveit Jack White í White stripes og voru þeir truflað góðir. Æðisleg skemmtun og ég sé ekki eftir því að hafa séð þá, vonandi verða þeir stórt númer. Við fengum okkur síðan að borða og kláruðum á Roger Waters sem voru lokatónleikarnir og stærstu tónleikarnir. Ætli það hafi ekki verið 90-100 þúsund manns þar. Hann stóð sig virkilega vel og maður táraðist, hló og hlustaði af ánægju. Þar sem Anna þurfti að sofa e-ð á undan fluginu sínu til Bretlands morguninn eftir og af því ég og Ásdís vorum búin að sjá tónleika með honum heima, fórum við eftir hálfa tónleikana og tókum restina af dótinu saman og tókum lestina. Hún var mjög pökkuð en ég hitti hressa Breta sem spjölluðu alla leiðina til Köben.


Þegar við komum á Danhostel City (sem by the way er ÆÐI) klukkan 3 um nóttina komumst við að því að Ásdís "maztah planer" Eir hafði bókað dagana 2-4. júlí 2007. TVÖÞÚSUNDOGSJÖ, góðir hálsar!! En þökk sé hjartahlýjum næturverði fengum við herbergi en þurftum að skipta aftur um herbergi næsta dag á eftir! Þetta reddaðist allt sem betur fer!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker