E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ferðasagan mikla - Upphitunin

Þar sem að ferðasagan verður ekki sögð nema í nokkuð mörgum orðum hef ég ákveðið að sundurliða hana og segja frá fyrstu 4 dögunum (upphituninni) fyrst og síðan næstu 4 dögum (tónleikarnir) og loks dögunum tveimur í Kaupmannahöfn.

Sunnudagurinn 25. júní - Dagur 1
Ég fór ekkert að sofa þessa nótt þar sem flugið var klukkan alltof snemma um morgun og ég átti eftir að skúra. Ásdís Eir tók rokkarapakkann á þetta og skellti sér á djammið og pakkaði í bakpokann sinn í annarlegu ástandi. Þetta kom helst fram í því að hún átti engin almennileg föt og því kom það í hlut ferðafélaganna að lána henni nokkrar flíkur. Hún tók sig ansi vel út í samsuðu af kven- og karlmannsfötum. Mamma Ásdísar, Lára, keyrði okkur út á flugvöll og Anna tók á móti okkur í Köben. Þar sem að ég tók einni töflu of mikið af Zobrilinu mínu (róandi) þá sofnaði ég við töskufæribandið í Köben og vinur minn, Ásdís Eir, SKILDI MIG EFTIR!! Allir komust þó heilir á húfi út af flugvellinum og upp í pakkaða lest til Roskilde. Fyrst keyptum við okkur samt forláta, íslenska fána á Hovedbanegarden.
Loks komust við á leiðarenda í glampandi sól og blíðu og tróðumst í hóp annarra æstra gesta inn á svæðið okkar, C-svæði. Þar voru góðvinir Önnu búnir að slá upp tjaldi fyrir okkur (takk fyrir það) og því þurftum við bara að taka nauðsynlegan fatnað og svo út á svæðið. Þar var margt, margt fróðlegt og gerðum við þar hugsanlega bestu, verstu kaup ársins, jafnvel aldarinnar.Þessir forláta drykkjarhjálmar (sem eru samt ekki Security equipment eins og stendur inn í þeim) kostuðu 80 dkk og eru mun betur útlítandi en fúnkerandi.

Mánudagurinn 26. júní - Dagur 2
Annar dagur var öllu rólegri en hinn, Ásdís hélt til Kaupmannahafnar að hitta góðvini sína þar og ég og Anna tókum lestina inn í Roskilde til að kaupa nauðsynjar og borða góða pizzu á Vagabondo's. Um kvöldið var síðan setið í tjaldbúðunum og sumblað, sumir í bjór og aðrir í kóki. Að því loknu tók við grandskoðun á svæðinu þar sem við hittum margt skemmtilegt fólk og misruglað. T.d. var þessi ungi piltur í bandi að sýna "undirföt/sundföt??" fyrir utan eitt sölutjaldið.


Þriðjudagurinn 27. júní - Dagur 3
Þennan dag ákváðum við að fara í Tívolí, þar sem þetta var eini dagurinn sem við komumst öll. Þar sem að Íslendingar verða auðvitað að vera svoldið fínir í Kaupmannahöfn, ákvað Ásdís að túbera á sér (ansi skítuga, 3 daga sturtulausa) hárið. Þetta var voða fínt hjá henni :)

Þetta var áreiðanlega í 5 skiptið sem ég fer í Tívolí og fannst mér ég bara nokkuð duglegur að fara í tækin núna. Ég fékk mig samt engan veginn til þess að þora í Gullna turninn, frekar en venjulega. Ég er reyndar búinn að lofa kærustunni að fara með henni ef við förum saman. Nú er bara spurning um að halda henni frá Kaupmannahöfn :) Nei, djóóók í poka. Stelpurnar fóru held ég 5 sinnum og náði ég ansi góðum myndum af þeim í annað skiptið...


Ég held að við höfum prófað langflest tækin og allt barnadótið líka. Þar prófaði ég m.a. þrautaherbergið í fyrsta skipti, ég hef aldrei séð það áður. Þetta var mjög skemmtilegt (hugsanlega mun skemmtilegra þegar maður er sex ára en heiii) og þar afrekaði Ásdís Eir að slasa sig og er hún fyrsta manneskjan sem ég þekki sem gerir það í Tívolí. Hún datt á höfuðið og öxlina þegar hún reyndi að standa á höndum í tunnu sem snerist. Það síðasta sem við heyrðum var „Heiiiii....þetta er að TAKAST“ þar sem að hún ætlaði að standa heilan hring.

Í Tívolí fengum við okkur að borða á Wagamama, ágætis matur en svoldið dýr fyrir minn smekk og gæði matarins. Þar sáum við líka veitingastað/kaffihús sem mamma Mokka (hahahaha) á greinilega. Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að hún er svona góður kokkur! Þeir sem ekki vita þá er Margrét Erla Maack sú sem við köllum Mokkann.

Þetta var hinn besti dagur í alla staði og við hittum Íslendinga sem voru til í að taka mynd af okkur um kvöldið, áður en við héldum í lestina. Þegar að til Roskilde var komið upphófst mikill eltingarleikur því að lestin var farin en síðan hélt Ásdís að það væri önnur komin og plataði óvart heilan hóp af þreyttu fólki til að hlaupa með bakpokana og allt á öxlunum. Á endanum komumst við heim í strætó sem í voru svona 100 manns. Þegar á tjaldsvæðið var komið sáum við að búið var að stela úr tjaldinu; 2 vindsængur, taska, bolur, gúmmístígvél og allt drykkjarkyns var horfið og fengum við að vita daginn eftir að það var dökkhærð stelpa (lesist heimsk tík) sem stal þessu. Ég finn hana í fjöru einhvern tímann. Þetta leystist allt saman, ég og Ásdís keyptum stóra vindsæng og tannbursta og fleira sem var í töskunni sem hvarf. Samt leiðinlegur mórall að stela úr tjöldum....


Miðvikudagurinn 28. júní - Dagur 4
Dagur 4 var rólegur, við fórum inn í Roskilde og fengum okkur pizzu á Domino's (ásamt mjög mörgum Íslendingum, virtumst vera eina fólkið sem fann þennan stað). Síðan var ég búinn að skanna svæðið og finna H&M og það vakti mikla lukku meðal kvenkyns hluta hópsins (sem var meirihlutinn auðvitað). Síðan nýttum við okkur lúxusvatnsklósett sem þarna fundust. Sweeeeet!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker