Lasarus!
Það verður að viðurkennast að ég er ekki virkasti bloggari í heimi þessa dagana. Ástæður eru margar, mikil vinna, utanlandsferðir og fleira. Myndirnar frá útlöndum koma inn næstu daga en ferðin var æðisleg í alla staði. Í morgun byrjaði síðan skólaárið og ég byrjaði það á því að fara í FJÓRÐU hnéaðgerðina mína (way to start the year!!) svo nú ligg ég upp í rúmi og borða óhollt (eins og ég megi við því) og horfi á DVD. Svo kannski verður ekki mikið um blogg næstu dagana, en ekki missa trúna, þetta verður allt betra í vetur, ég er þegar kominn með fullt af hugmyndum (já, maður fær nokkuð margar hugmyndir á meðan maður stimplar inn tölur í stórskemmtilegt bókhald, heh heh). Sjáumst, heyrumst og allt þar á milli!!
0 Responses to “”
Leave a Reply