Ómarskúrinn (Omar's diet)
Jæja, jæja, nú er áhyggjum allra of feitra einstaklinga lokið. Enginn Hollywood kúr kemur til með að ná með tærnar þar sem ég og minn kúr hefur hælana!! Hugmyndin að kúrnum vaknaði í partýi hjá Davíð (sem var frábært) og hyggst ég markaðsetja hann um allan heim. Þetta er ótrúlegt, þú grennist og grennist, gerir ekki neitt og borðar hvað sem þú vilt.
Málið er það að í partýinu fræga var búið að athuga það hvaða snakk væri fituminnst og datt mér þá í hug leið til að grennast AFTUR Á BAK. Aðferðin er eftirfarandi:
- Fólk lætur mig vita hvað það langar að borða fram í tímann.
- Ég finn eitthvað sem er fituMINNA en það sem fólk vill borða.
- Endurskrifa matseðilinn með feitari matnum.
- Fólk borðar það sem það ætlaði að borða.
- Svo segi ég fólki að hugsa hvað það væri feitt EF það hefði borðað feitari matinn og hvað það sé í raun að grennast miðað við það.
Stórsniðugt, ekki satt?? Ég býst við að þetta seljist a.m.k. jafnvel og Hollywood-kúrinn.
Látið mig vita þið sem viljið vera tilraunadýr :)
0 Responses to “”
Leave a Reply