E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ohh...kominn aftur í sæluna!!

Já, nú er maður nokkur að nafni Ómar Sigurvin mjög ánægður með að vera kominn heim í sælu þráðlausa netsins. Þá get ég loksins farið að blogga aftur, fylgjast með viðburðum líðandi stundar, lesa bloggsíður annarra og fleira og fleira. Ég er viss um að há dánartíðni hér áður fyrr var bara vegna þess að netið var ekki til. Nei, grín. En allavegana, nú hyggst ég reyna að vera duglegri að blogga (eða netdagbókarfæra eða jafnvel veraldarvefsdagbókarfæra á íslensku).

Einmitt núna sit ég hér og bíð eftir að hinn eini sanni bloggandi (ath. ekki sögn í lh. þt.) færist yfir mig en það eina sem ég get hugsað um er latnesk málfræði en ég hyggst mastera beygingarendingar hins göfuga máls um helgina. Ástæðan er ekki sú að ég sé kominn í latínunám í HÍ, ó nei, ástæðan fyrir þessu er að ég var að byrja í líffærafræði (anatómíu) og verandi maður sem hef aldrei séð latínu virðast nöfnin og nafnakerfin frekar flókin. En þetta reddast alveg.

Vikan er búin að vera mjög góð, lauk við lífræna á mánudaginn, fór í sveitt partý á MÁNUDAGSKVÖLDINU, síðan var 90 mín fótbolti á þriðjudaginn og bjórkvöld í gær. Ágætt í alla staði.
Það er eitt sem ég er ósáttur við og það er hversu þétt námsefninu er þjappað. Til dæmis erum við að fara að taka alla fósturfræði mannsins, frá getnaði til fæðingar, á um FIMM tímum í næstu viku. Bókin er hins vegar rúmar 200 blaðsíður. Stuð.

Ásdísi Eir vil ég óska til hamingju með ólöglega internetið sitt og Þórunni til hamingju með að vera komin í Stóra eplið.




0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker