„Netið er dásamleg uppfinning“
Þetta er sjálfstilvitnun og lýsir því sem ég er búinn að hugsa síðustu vikuna. Ég hef nefnilega verið að passa hús Kristínar, frænku Önnu, í Mosfellsbæ og hún er „bara“ með 45 kbs módem í heimilistölvunni sinni og ég hef oft hugsað til þess þegar ég var með 14,4 kbs módem og var í marga daga að sjá eina mynd á netinu. Já, nú segi ég bara eins og gömlu karlarnir, tímarnir hafa nú breyst heillin mín. Nú er bara hægt að skella myndum inn á netið, hægri vinstri.
Auk þess hefur verið killer mikið að gera í lífrænni efnafræði og sér ekki fyrir endann á því um helgina. Lokaprófið er á mánudaginn og var 30% fall í því í fyrra. Gaman, gaman. Ég lofa að bloggþörfinni verður svalað að því loknu, ásamt mörgu öðru, t.d. DVD-þörf, afslappelsisþörf og fleira.
Fróðleiksmoli dagsins:
Alkóhól er sameind sem hefur hýdroxýlhóp (-OH) bundið við sp3-svigrúmablandað kolefni.
Það er gaman.
Auk þess til að gera þennan póst skemmtilegan fann ég hérna góða mynd af fjölskylduvininum Bjarka, sem tekin var þarseinasta sumar á göngunni Landmannalaugar-Þórsmörk. Ágæt mynd hjá mér :)
0 Responses to “”
Leave a Reply