E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



„Netið er dásamleg uppfinning“

Þetta er sjálfstilvitnun og lýsir því sem ég er búinn að hugsa síðustu vikuna. Ég hef nefnilega verið að passa hús Kristínar, frænku Önnu, í Mosfellsbæ og hún er „bara“ með 45 kbs módem í heimilistölvunni sinni og ég hef oft hugsað til þess þegar ég var með 14,4 kbs módem og var í marga daga að sjá eina mynd á netinu. Já, nú segi ég bara eins og gömlu karlarnir, tímarnir hafa nú breyst heillin mín. Nú er bara hægt að skella myndum inn á netið, hægri vinstri.
Auk þess hefur verið killer mikið að gera í lífrænni efnafræði og sér ekki fyrir endann á því um helgina. Lokaprófið er á mánudaginn og var 30% fall í því í fyrra. Gaman, gaman. Ég lofa að bloggþörfinni verður svalað að því loknu, ásamt mörgu öðru, t.d. DVD-þörf, afslappelsisþörf og fleira.


Fróðleiksmoli dagsins:
Alkóhól er sameind sem hefur hýdroxýlhóp (-OH) bundið við sp3-svigrúmablandað kolefni.
Það er gaman.

Auk þess til að gera þennan póst skemmtilegan fann ég hérna góða mynd af fjölskylduvininum Bjarka, sem tekin var þarseinasta sumar á göngunni Landmannalaugar-Þórsmörk. Ágæt mynd hjá mér :)




0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker