E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Bestu hugmyndir mannsins....

...verða alltaf til í svefngalsa, í baði eða á klósettinu! Svefngalsahugmyndirnar eru þó óneitanlega skemmtilegastar, baðhugmyndirnar og klósetthugmyndirnar eru aftur á móti „útpældari“. Nokkrar góðar hugmyndir hafa skotið upp kollinum síðustu daga, í miklum svefngalsa og huuundleiðinlegri efnafræði.
T.a.m. var ég að velta því fyrir mér hvort uppáhaldslag efnafræðinga væri „Under pressure“ (samanber pV = nRT) og hvort það væri ekki raulað á öllum uppákomum (svona svipað og Gaudinn).
Einnig er ég að velta fyrir mér framleiðslu á kvikmyndum í efnafræðidúr, spennumyndum notabene, og er í viðræðum við Steven Spielberg og Sigurjón Sighvats með þau mál. Einnig er ég að falast eftir Sturlu Böðvars til að taka að sér hlutverk í myndinni (eða myndunum). Þar sem viðræður eru enn á viðkvæmu stigi get ég lítið tjáð mig um málið. Þó er nánast allt á hreinu með tvær persónur í myndinni. Þær eru Afjónarinn (The Deionizer) og svo Fjölliðarinn (The Polymerizer) og kæmi jafnvel til greina að ríkisstjóri Kaliforníuríkis, Arnold Svartshneggir, gæti leikið fjölliðarann. Ef ég fæ hann ekki þá er hægt að hugsa sér að einhver minna þekktur leiki hann, George Bush mundi örugglega gera það fyrir slikk vegna auglýsingarinnar. Loks er ein persóna enn sem er í mótun en það er Sameindarmaðurinn (The molecular man).
En það þarf enginn að örvænta, áheyrnarprufurnar verða á sínum stað og allir sem ættu að geta nælt sér í hlutverk í þessari stórskemmtilegu mynd! Ég býst við meiri aðsókn en í Idolið. Einnig er ég að leita að góðum slagorðum fyrir myndina en er kominn með eitt:
(Lesist með Pablo Fransisco rödd)
„Frá leikstjóra Jurassic Park kemur spennumynd með efnafræðiívafi....títruð með skerf af húmor fram að jafngildispunkti“. Gott, ekki satt??

Að lokum er það svo svefngalsa/aulabrandari dagsins:
Hefurðu heyrt um appelsínuna sem datt í sjóinn?
Nei...
Það var sko allt í lagi, hún náði að skera sig í báta áður en hún lenti... hahahaha


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker