E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já, mikið held ég að það sé erfitt að fæðast! Fyrst þarf maður að vera klofinn persónuleiki, helmingur ofvirkur sundmaður í sæðislíki og hinn helmingurinn spikfeit eggfruma sem dólar um í leghálsinum. Svo þarf maður að ganga í gegnum ferlið að sameina þessa tvo helminga og það eru heil 5 flókin skref í því. Og ekki tekur nú betra við!! Nú þarf okfruman (eins og maður kallaðist víst einu sinni) að skipta sér gasilljón sinnum og lagskipta sér og ég veit ekki hvað og hvað.
Á endanum heitir maður þriggja laga fósturskjöldur (discus embryonicus trilaminaris) sem er í raun bara flöt skífa.

Spólum nú áfram um ca. 8 og hálfan mánuð.

Þá er fóstrið búið að hýrast í einhverjum vatnsbelg í 9 mánuði og allt í einu byrjar bara allt að dragast saman, þrýst á úr öllum áttum og það veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga (ekki það að það geti stigið í fótinn en samt...). Loks treðst það í gegnum göng sem það á ekki að geta fræðilega komist í gegn um nema að höfuðkúpan þrýstist saman und so weiter. Þegar öllu þessu er svo lokið kemur hvítklæddur risi (svokallaður læknir), snýr manni við og RASSSKELLIR mann! Hrmpfff...það er nú ekki eins og maður verðskuldi það eftir allt erfiðið.

Já, það er erfitt að fæðast!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker