E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Af kynningu og fleiru
Aldrei hef ég nú stigið á svið áður gagngert til að kynna mig og svona fyrst ég er farinn að spá í það þá fer ég ekkert oft upp á svið svona almennt. Það gerðist þó síðastliðið föstudagskvöld á Gauk á Stöng en þá fór hin formlega busakynning (eða „nýnemakvöld“ svona til að vera dipló) fram. Allir 1. ársnemar áttu að stíga á stokk og segja í míkrafóninn (hljóðnemann sko) hvað þeir hétu, aldur, menntaskóla (eða framhaldsskóla eða e-ð álíka gáfulegt), hjúskaparstöðu og hvort viðkomandi væri læknabarn. Á undan mér gekk allt nokkuð vel, mikið var um klapp og svona en fólk var farið að þreytast þegar komið var um miðja röð (þar sem ég var). Hér á eftir fer raunútgáfa af kynningunni:

  • Ég: Góða kvöldið, Ómar Sigurvin heiti ég
  • Salur: *klapphljóð* frá einum einstaklingi
  • Ég: Ég er þriðji yngstur á 1. ári og verð tvítugur 21. desember n.k.
  • Ég: Kem úr MR, 6.M., líkt og margir á undan mér í röðinni
  • Salur: Enginn klappar en svona fimm sem eru kurteisir og púa svona *púhhhhhhhh*
  • Ég: Ég er einungis annar úr 1000 manna ættinni minni sem fer í læknisfræði þannig að ég er ekki læknabarn og er á föstu
  • Salur: Næsti maður á eftir mér í röðinni klappar en svona fimm manns (sömu fimm??) púa þegar ég geng af sviðinu

Já, þetta var gaman...að vera púaður niður þegar ég sagði nú ekkert sem vert er að púa yfir. En reyndar léði Lilja Rut, bekkjarsystir og Stöðvarfirðingur, máls á því að hugsanlegt væri að fólk hefði verið að púa vegna þess að ég sagðist vera á föstu. Þessi viðleitni hennar vakti hjá mér bros og hugsanlegt að hún hafi haft rétt fyrir sér :) Eitt sem styður þessa kenningu hennar ekki er samt það að ég heyrði bara svona digurbarkaleg kallapú!!

En þetta var alls ekki svo slæmt, föstudagurinn var í alla staði alveg brilljant og fólkið frábært. Sérstaklega er líka frábært að við höfum ákveðið að fara saman í fótbolta í Sporthúsinu á þriðjudögum í vetur og fórum í fyrsta tímann í dag. Það var G-A-M-A-N.

En allavegana, nú er Bjarney Anna sennilega komin til Düsseldorf og við hana segi ég bara Viel Spass.

Bis später

p.s. Eftir að ég hætti að læra þýsku og dönsku finnst mér geðveikt gaman að tala þessi tungumál svona einstaka sinnum. Merkilegt, sérstaklega í ljósi þess að ég hataði dönsku meira en pickles-ið á McDonald's


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker