E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já, barnæskan!

Þegar ég var lítill var ég annálaður fyrir að vera mikill „prófessor“ sem er skrítinn titill fyrir mann sem ekki einu sinni hefur hafið grunnskólanám! En, eníveis, ég var kallaður prófessor (eða uppnefndur kannski) þar sem ég var alltaf að spá í alla hluti, spurði mikið og þótti hafa mjög óvenjulegan orðaforða.
Það er ein góð tilvitnun sem ég man eftir sem að hefur fylgt mér eins og skugginn í gegnum árin, allt frá því ég var fimm ára, og kemur alltaf upp þegar ég hitti fjölskylduna mína á Húsavík (en ég er fæddur þar, sko! Húsavík rokkar!). Þannig er í pottinn búið að þegar ég var fimm ára var ég eins og svo oft hjá ömmu og afa á Húsavík en þau eiga tvo stráka sem eru tveimur og fimm árum eldri en ég. Auk þess er frændi minn, Viktor, einu ári eldri en ég og vorum við alltaf allir á Baughólnum hjá Ö & A. Þennan umrædda morgun voru þeir allir vaknaðir á undan mér og komu með látum að vekja mig og það var ekki að því að spyrja, prófessorinn missti sig alveg og öskraði á þessa helv***** (ritskoðað) frændur sína. Þá kom amma inn og spurði hvað væri að og þá sagði ég þessi fleygu orð:

„Þeir vöktu mig af værum blundi að morgni dags“


og þetta hefur fylgt mér í gegnum árin og mikið hlegið að mér þegar þessi setning er rifjuð upp. Gaman, gaman.
Einnig hafa ættingjar mínir gaman af því að rifja upp að ég bar stafinn k í upphafi orðs alltaf mjög asnalega fram, svona svipað og tsj. Þar af leiðandi bar ég nafnið á uppáhaldsmatnum mínum, kjöt í karrí, fram „tsjöt í tsjarrí“ og þetta fannst öllum (og finnst frænku minni Sollu) þetta mjög fyndið. Það bregst ekki að þetta er rifjað upp þegar þessi matur er á boðstólnum.

Að lokum er gaman að rifja upp hvenær ég lýsti fyrst yfir áhuga mínum á að verða læknir en það var þegar ég var nýorðinn sex ára. Þá vorum við á leiðinni til Húsavíkur á jarðarför langömmu minnar sem hafði alltaf verið í miklum metum hjá mér. Hún hafði dáið úr krabbameini og mamma og pabbi voru að útskýra fyrir mér hvernig hún dó og þá sagði ég: „Þegar ég verð stór þá ætla ég að verða læknir og finna upp lækningu við krabbameini!“ og þá var það ákveðið. Í þessari sömu ferð reyndu pabbi og mamma að þagga niður í stanslausum spurningum um það hvenær við kæmum á leiðarenda með því að segja mér að það væri klukkan 21.33 og klukkan væri núna 17.49. Þar með héldu þau að spurningaflóðið myndi enda, en tveimur mínútum seinna kom ný spurning frá mér: „Er það þá eftir 3 klukkutíma og 44 mínútur??“. Já, snemma varð ég nörd :)


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker