Hjátrú og bábilja
Ásdís Eir Símonardóttir góðvinur minn og bloggari með meiru léði máls á hjátrúm og siðum í kringum próf á síðu sinni í stúdentsprófunum. Síðan þá hef ég hugleitt þetta nokkuð þar sem ég taldi mig ekki vera hjátrúarfullan eða hafa ákveðna siði í próflestri eða framkvæmd prófa. Ég verð að afhjúpa að óafvitandi er ég það víst,
BIG TIME!
Þannig er nefnilega mál með vexti að ég hef ákveðna siði í prófum:
1. Þegar ég les fyrir stærðfræðipróf geri ég lista þar sem eru reitir til að merkja við eftir að hafa farið yfir viðkomandi reglu/skilgreiningu. Síðasti reiturinn við hvern lið heitir
gulltrygging
2. Stærðfræðireglur skrifa ég með bláum penna en skilgreiningar með grænum þegar ég er að læra.
3. Þegar ég fer í próf verð ég alltaf að sitja fremst í stofunni, helst með ekkert nema vegg beint fyrir framan mig. Alltaf.
4. Þegar inn í próf er komið, tek ég alla pennana, blýanta, tvö strokleður og jafnvel sirkil (þótt ég sé í líffræðiprófi) upp úr pennaveskinu og legg á borðið. Bara svona til vara!
Og loks uppáhaldið mitt..
5. Síðan um vorið í 5. bekk (MR) hef ég alltaf farið í bað og lesið í baðinu, allt upp í einn og hálfan tíma. Baðið á að vera sjóðandi heitt og ekki spillir ef það er freyðibað. Að þessu loknu fer ég í sturtu og held síðan áfram að læra. Merkilegt nokk, þá er einbeitingin sjaldan betri en í baði og þá verða erfið dæmi bara skítlétt. Mana ykkur til að prófa þetta. Þetta geri ég helst hvern einasta dag sem ég er að lesa fyrir próf.
Þið megið kalla mig skrítinn ef þið viljið, en svona er ég bara :)
0 Responses to “”
Leave a Reply