Matreiðsluhorn Ómars
Eins og allir vita hef ég skrifað nokkrar kokkabækur hér um árin og verið mjög liðtækur í eldhúsinu. Kokkabækurnar hafa ekki notið „almennrar“ hylli og í rauninni bara ég sem veit af þeim. Engu að síður hyggst ég kynna þær hér á netinu með því að birta uppskriftir úr þeim og mun bók mánaðarins vera
Matreiðslubók einbúans. Heyrst hefur að vinir mínir séu bráðum að fara að fljúga úr hreiðrinu, mislangt reyndar, sumir fara til útlanda, aðrir í vesturbæinn. Ég er þekktur fyrir að bera hag vina minna fyrir brjósti og því geta þeir væntanlega notað þessar einföldu, fljótlegu og næringarríku uppskriftir.
Uppskriftirnar verða auðvitað misvel uppbyggðar og breytilegar eftir vikum.
1. uppskrift
---fyrir fjóra---
Innihald:
Sími og hægri hendi en einnig símanúmerið 581-2345 (fyrir Kaupmannahafnarbúa er það 33-12-34-56)
Aðferð:
Símtólið er tekið upp, númerið vandlega valið með hægri hendi, hinkrað við andartak, lögð inn pöntun, deigið látið hefa sig, hurðin opnuð með bros á vör og tekið við matnum.
Vín:
Gott vín með þessum rétti er Riesling hvítvín frá Mosel-Saar-Ruwer árgerð 2002.
Einnig er gott að njóta matarins með glasi af Coca-Cola frá Vífilfelli árgerð 2004 (vonandi)
Njótið
0 Responses to “”
Leave a Reply