Það er leikur að læra
Það er yndislegt að sitja inni á rassinum (eða liggja með fæturna upp í loft) og gera ekkert nema læra. Læra og læra fyrir inntökupróf! Já, og kannski gaman að geta þess að við fengum mjög góðar leiðbeiningar um það hvað ætti að læra:
Aðalnámskrá framhaldsskólanna - alla. Þannig að nú sit ég inni og rembist eins og rjúpan við staurinn (hef aldrei séð rjúpu gera svoleiðis en þær gera það víst) við að læra ýmislegt sem hverfur síðan daginn eftir. Þetta er svolítið eins og að standa upp og detta... sem er ekki gaman.
En allavegana, lífið er yndislegt og ég ætla að vona að þessi 4 ár í MR skili mér inn í læknisfræðina, því mig langar, langar, langar (sumsé langar í þriðja veldi) að læra læknisfræði.
Takk fyrir það
p.s. Nokkurrar kaldhæðni gætir í þessum „pósti“ í sambandi við inniveru í góðu veðri. Þeir sem telja sig hafa náð því mega hunsa þessa neðanmálsgrein og halda áfram á beinu brautinni.
Þeir sem ekki náðu því í fyrstu tilraun geta nú lesið þetta aftur yfir með þessa vitneskju í farteskinu og vonandi gengur þeim betur í annað sinn.
Þeim sem gekk ekki að sjá þetta í annað sinn mega muna að allt er þegar þrennt er!!
0 Responses to “”
Leave a Reply